Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2019 06:00 Íbúar á Egilsstöðum ganga til kosninga á laugardaginn. Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira