Umspilshugmynd í Inkasso viðruð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 24. október 2019 11:00 Fjölnir fór upp í Pepsi-deildina í ár. Keflavík endaði í fimmta sæti og hefði með nýja fyrirkomulaginu getað farið upp. Fréttablaðið/Sigtryggur ARi „KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir. Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
„KSÍ fór og heimsótti um 45 félög eða svo á rúmu ári og úr þeim heimsóknum komu margar góðar ábendingar og tillögur. Þessi pakki var tekinn og flokkaður niður á mismunandi nefndir innan veggja KSÍ. Það voru býsna mörg atriði sem sneru að mótamálum. Þetta er ein hugmynd sem kom upp í þessum heimsóknum,“ segir Valgeir Sigurðsson, formaður mótanefndar KSÍ. Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tekið til umræðu umspil í Inkasso karla. Í fundargerð stjórnarinnar segir að mótanefndin hafi skoðað þann möguleika og sett upp fjórar mögulegar útfærslur. Valgeir segir að þær snúist allar um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og ekki sé verið að blanda Pepsi-deildinni inn í þessa umræðu. „Það er leið sem er erfitt að láta ganga upp. Þar er annar tímarammi og fleira. Þessar fjórar leiðir snúast um sæti 2-5 í Inkasso-deildinni og leiðirnar sem eru mögulegar eru að spila bara einn leik, eða heima og heiman og endað á úrslitaleik, hvort leikdagar eigi að vera um helgar eða á virkum dögum o.s.frv. Það eru alls konar pælingar en við erum með útlínur og hugmyndir svo það sé hægt að upplýsa um þennan möguleika.“ Á stjórnarfundinum var einnig rætt um kostnað, umfang og fleiri þætti. „Umspil er framkvæmanlegt en félaganna að taka ákvörðun um hvort af því verði. Kynna þarf málið betur að mati nefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. Valgeir segir að mótanefndin hafi fengið jákvæð viðbrögð við tillögunni. „Við erum að taka þessa hugmynd og meta hvort hún sé framkvæmanleg en svo á endanum er þetta ákvörðun félaganna, hvort þeim finnst þetta áhugaverður kostur. Við reynum að teikna þetta upp og meta. Þetta eru tiltölulega fáir leikir og gæti orðið skemmtileg viðbót. En við þurfum að ræða betur við félögin og fá þeirra sýn.“ Formannafundur er í nóvember þar sem Valgeir reiknar fastlega með að hugmyndin verði kynnt enn frekar. Fari málið lengra verður það svo tekið upp á næsta ársþingi KSÍ. Í júní kom Valgeir fyrir stjórn KSÍ og kynnti að mótanefndin hefði farið yfir um 100 ábendingar sem teknar hafa verið saman í tengslum við heimsóknir til aðildarfélaga. Hann segir að KSÍ hafi fengið um 200 ábendingar í kjölfar þessara heimsókna og helmingurinn hafi snúist um mótafyrirkomulagið. Sumar hugmyndir hefðu snúist um það sama, sumar hefðu verið óframkvæmanlegar en aðrar hefði verið hægt að vinna áfram. „Innan félaganna er mikil þekking og reynsla og það er hægt að prófa hlutina áfram. En það er margt sem rammar okkur inn eins og aðstaða og veður og aðrir hlutir sem útiloka því miður nokkrar góðar hugmyndir. Ég held við þurfum að þróa Íslandsmótin áfram og þeirri vinnu lýkur í sjálfu sér aldrei,“ segir Valgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti