Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk en ætlar ekki að missa af ÓL 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 15:00 Alex Morgan með HM-bikarinn og silfurskóinn sem hún vann á HM 2019. Getty/Quality Sport Images Fyrirliði heimsmeistaraliðs Bandaríkjanna og ein allra besta knattspyrnukona heims lét vita af því í gær að hún á von á barni. Alex Morgan og eiginmaður hennar Servando Carrasco létur vita af því á Instagram að þau eiga von á sínu fyrsta barni í apríl.We are already in love and we haven’t even met her yet. Newest member of the Carrasco family, coming soon. pic.twitter.com/xeJPuDQgiS — Alex Morgan (@alexmorgan13) October 23, 2019 „Við erum strax orðin ástfangin af henni og við höfum ekki hitt hana ennþá. Nýjasti meðlimur Carrasco fjölskyldunnar kemur fljótlega í heiminn,“ skrifaði Alex Morgan. Alex Morgan verður því í barneignarfríi næstu mánuðina. Hún mun missa af byrjun tímabilsins með Orlando Pride og undankeppni Ólympíuleikanna með bandaríska landsliðinu. Heimildir ESPN er hins vegar þær að Alex Morgan ætli sér að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar sem fara fram um þremur mánuðum eftir að hún eignast barnið. Ólympíuleikarnir hefjast 22. júlí. Alex Morgan ætlar sér líka að vera með á HM 2023 en þá verður hún orðin 34 ára gömul. Hún var búin að gefa það út áður en það varð opinbert að hún væri ófrísk. Congratulations Servando and @alexmorgan13! pic.twitter.com/wBS51l8mnk — LA Galaxy (@LAGalaxy) October 23, 2019 Alex Morgan er frábær leikmaður og hefur 107 mörk í 169 landsleikjum. Hún skoraði sex mörk á HM í sumar og var markahæst en missti af gullskónum þar sem liðsfélagi hennar, Megan Rapinoe, spilaði færri leiki. Alex Morgan hefur tvisvar orðið heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann Ólympíugull í London 2012. Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Fyrirliði heimsmeistaraliðs Bandaríkjanna og ein allra besta knattspyrnukona heims lét vita af því í gær að hún á von á barni. Alex Morgan og eiginmaður hennar Servando Carrasco létur vita af því á Instagram að þau eiga von á sínu fyrsta barni í apríl.We are already in love and we haven’t even met her yet. Newest member of the Carrasco family, coming soon. pic.twitter.com/xeJPuDQgiS — Alex Morgan (@alexmorgan13) October 23, 2019 „Við erum strax orðin ástfangin af henni og við höfum ekki hitt hana ennþá. Nýjasti meðlimur Carrasco fjölskyldunnar kemur fljótlega í heiminn,“ skrifaði Alex Morgan. Alex Morgan verður því í barneignarfríi næstu mánuðina. Hún mun missa af byrjun tímabilsins með Orlando Pride og undankeppni Ólympíuleikanna með bandaríska landsliðinu. Heimildir ESPN er hins vegar þær að Alex Morgan ætli sér að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar sem fara fram um þremur mánuðum eftir að hún eignast barnið. Ólympíuleikarnir hefjast 22. júlí. Alex Morgan ætlar sér líka að vera með á HM 2023 en þá verður hún orðin 34 ára gömul. Hún var búin að gefa það út áður en það varð opinbert að hún væri ófrísk. Congratulations Servando and @alexmorgan13! pic.twitter.com/wBS51l8mnk — LA Galaxy (@LAGalaxy) October 23, 2019 Alex Morgan er frábær leikmaður og hefur 107 mörk í 169 landsleikjum. Hún skoraði sex mörk á HM í sumar og var markahæst en missti af gullskónum þar sem liðsfélagi hennar, Megan Rapinoe, spilaði færri leiki. Alex Morgan hefur tvisvar orðið heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann Ólympíugull í London 2012.
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira