Lögðu á Lækjartorgi til að geta rokið í útköll Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2019 08:45 Lögreglubílarnir fimm vöktu athygli vegfarenda í miðborginni í gær, enda ekki ætlast til þess að bílum sé lagt á Lækjartorgi. Vísir/kjartan Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Þar höfðu tugir lögreglumanna safnast saman til að sýna starfsbróður sínum stuðning, sem sýknaður var af ákæru um brot í starfi. Útkallsbílunum fimm var lagt á göngusvæðið á Lækjartorgi meðan dómsuppkvaðning stóð yfir. Þar er alla jafna ólöglegt að leggja bífreiðum, að frátöldum veitingavögnum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Samkvæmt 108 grein umferðarlaga er óheimil „stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum,“ og nemur sektin við brotinu 20 þúsund krónum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Vísir/vilhelmSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji bílunum hafa verið lagt með þessum hætti til að bregðast við hugsanlegum útköllum. Gerð sé krafa um að lögreglumenn geti brugðist fljótt við þegar kallið kemur. Margir þeirra lögreglumanna sem mættu í héraðsdóm hafi verið á vakt á sama tíma og þeir hlýddu á dómsuppkvaðninguna yfir kollega sínum. Þeir hafi verið búnir talstöðvum og því hafi verið hægt að ná í þá. Sigríður segir því engar athugasemdir hafa verið gerðar við mætingu lögreglumannanna. „Á meðan þú ert með talstöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið og bætir við að dómsuppsaga taki alla jafna ekki langan tíma. Dómsuppsaga gærdagsins tók um 10 mínútur. Auk lögreglubílanna fimm vakti talsverða athygli að lögreglumennirnir í dómsalnum voru klæddir í einkennisbúninga sína. Það mega þeir aðeins gera ef þeir eru við skyldustörf. Sigríður Björk segist þó ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt, án þess þó að vita til þess að nokkur þeirra hafi brotið reglur um einkennisklæðnað. Dómsmál Lögreglan Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Þar höfðu tugir lögreglumanna safnast saman til að sýna starfsbróður sínum stuðning, sem sýknaður var af ákæru um brot í starfi. Útkallsbílunum fimm var lagt á göngusvæðið á Lækjartorgi meðan dómsuppkvaðning stóð yfir. Þar er alla jafna ólöglegt að leggja bífreiðum, að frátöldum veitingavögnum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Samkvæmt 108 grein umferðarlaga er óheimil „stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum,“ og nemur sektin við brotinu 20 þúsund krónum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Vísir/vilhelmSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji bílunum hafa verið lagt með þessum hætti til að bregðast við hugsanlegum útköllum. Gerð sé krafa um að lögreglumenn geti brugðist fljótt við þegar kallið kemur. Margir þeirra lögreglumanna sem mættu í héraðsdóm hafi verið á vakt á sama tíma og þeir hlýddu á dómsuppkvaðninguna yfir kollega sínum. Þeir hafi verið búnir talstöðvum og því hafi verið hægt að ná í þá. Sigríður segir því engar athugasemdir hafa verið gerðar við mætingu lögreglumannanna. „Á meðan þú ert með talstöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið og bætir við að dómsuppsaga taki alla jafna ekki langan tíma. Dómsuppsaga gærdagsins tók um 10 mínútur. Auk lögreglubílanna fimm vakti talsverða athygli að lögreglumennirnir í dómsalnum voru klæddir í einkennisbúninga sína. Það mega þeir aðeins gera ef þeir eru við skyldustörf. Sigríður Björk segist þó ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt, án þess þó að vita til þess að nokkur þeirra hafi brotið reglur um einkennisklæðnað.
Dómsmál Lögreglan Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15
Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28