Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 14:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Sergei Chirikov Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31
Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47
Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45
Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42