Franco grafinn upp í óþökk afkomenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2019 19:00 Öfgamenn mótmæltu því í dag að Franco væri grafinn upp. AP/Manu Fernandez Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð. Spánn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Embættismenn og afkomendur einræðisherrans Franciscos Franco, sem stýrði Spáni frá 1939 til 1975, söfnuðust saman við grafhýsi hans í Dal hinna föllnu norður af Madríd í dag. Ríkisstjórn Spánar náði þá loks því markmiði sínu að grafa harðstjórann upp til þess að flytja hann úr grafhýsinu. Verkið var ekki auðvelt enda skýldu marmaraplötur og tvö tonn graníts Franco. Barátta ríkisstjórnarinnar hefur verið nokkuð löng, enda höfðu bæði afkomendur Francos og spænskir öfgaíhaldsmenn talað gegn áformunum. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í síðasta mánuði og úrskurðaði ríkisstjórninni í vil. Í grunninn gengur afstaða Pedros Sánchez forsætisráðherra út á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Þar eigi ekki að upphefja Franco.Mótmæltu stjórnvöldum Öfgamenn og afkomendur mótmæltu harðlega í dag. „Hann er saga Spánar, hvað sem þér finnst um það. Og ég segi það sem kaþólikki, þau leyfa fjölskyldu minni ekki að grafa hann þar sem við viljum. Þau leyfa ekki heldur messu fyrir hinn látna. Þau saurga grafhýsið,“ sagði Macarena Martinez Bordiu, ættingi Francos. Chen Xianwei var við mótmæli nærri nýjum legstað Francos þegar AP náði tali af honum. „Ég er kominn hingað fyrir framtíð Spánar og barna minna og alla þá Spánverja sem hér búa. Lengi lifi Spánn og lengi lifi Franco. Lengi lifi spænsk saga,“ sagði hann.Grafinn við hlið konu sinnar Líkið var flutt í Mingorrubio-kirkjugarðinn þar sem Carmen Polo, eiginkona Francos, er grafin. Er sá legstaður öllu látlausari en grafhýsið, sem hýsir einnig lík þúsunda þeirra sem börðust gegn sveitum Francos í borgarastyrjöldinni. Á meðan borgarastyrjöldinni stóð og í kjölfar hennar gerðu sveitir Francos skipulagðar hreinsanir á stjórnarandstæðingum. Talið er að allt að 200.000 hafi verið myrt og allt að 400.000 fangelsuð.
Spánn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira