Bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni á sjö mínútum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:53 Heimir Már Pétursson skoðaði aðstæður með Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Vísir/Skjáskot Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22