Þúsunda milljarða kostnaður af flugvelli í Vatnsmýri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2019 13:00 Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30