Þúsunda milljarða kostnaður af flugvelli í Vatnsmýri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2019 13:00 Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Samtökum um betri byggð þykir skjóta skökku við að Air Iceland Connect hyggist ráðast í kostnaðarsama uppbyggingu í Vatnsmýri, á sama tíma og innanlandsflug á í vök að verjast. Réttar væri að snúa vörn í sókn og loka Reykjavíkurflugvelli, sem hafi haft þúsunda milljarða kostnað í för með sér fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Air Iceland Connect áætlar að fara í miklar endurbætur á flugstöð Reykjavíkurflugvallar, sem er komin til ára sinna. Flugstefna Íslands gerir ráð fyrir miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri, þangað til annar betri kostur finnst, og sagði framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í samtali við fréttastofu í vikunni að hann sæi framtíð Reykjavíkurflugvallar ekki annars staðar.Sjá einnig: Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugsÞessi uppbygging flugfélagsins er þó ekki skynsamleg að mati Samtaka um betri byggð í ljósi hnignunar innanlandsflugsins, sem birst hefur í fækkun farþega, flugvéla og starfsfólks Air Iceland Connect. „Að setja í þetta hundruði milljóna eða meira, það hlýtur að vera efnahagslega eitthvað bogið við það“, segir arkitektinn Örn Sigurðsson, talsmaður samtakanna.Jafn stórt og París og Manhattan „Okkur finnst að þeir ættu frekar að stuðla að því það verði undinn bráður bugur að því að hanna nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið ef þeir hugsa sér þá yfirhöfuð að halda þeirri starfsemi áfram, það er bara pólitísk ákvörðun.“ Örn nefnir Hvassahraun í því samhengi, þar sé tækifæri fyrir Air Iceland Connect til að snúa vörn í sókn. „Í Hvassahrauni eru bara kjöraðstæður til þess að byrja að reka innanlandsflug í samþættingu við einhverskonar millilandaflug og þá fá alveg nýjan grunn fyrir reksturinn.“ Það myndi liðka fyrir uppbyggingu nýrrar miðborgar í Vatnsmýri sem myndi fylgja mikill samfélagslegur ábati. Reykjavíkurflugvöllur hafi stuðlað að því að höfuðborgarsvæðið sé nú jafn stórt að flatarmáli og stórborgirnar Manhattan og París samanlagt, með ómældum kostnaði fyrir íbúa. „Allar ferðir, allar lagnir og götur og veitur og erindi höfuðborgarbúa í dag að minnsta kosti tvöfalt lengri en þær hefðu ella orðið og ef menn vilja byrja að reikna út kostnaðinn við það þá skiptir hann örugglega tugum þúsunda milljarða ef það er uppsafnað,“ segir Örn Sigurðsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nýtt útlit flugstöðvarinnar í Vatnsmýri sem verður áfram miðstöð innanlandsflugs Auk þess stendur til að malbika bílastæðin og setja á þau gjaldskyldu. 21. október 2019 18:30