Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona úr Breiðabliki, náði í nótt sínum langbesta árangri í ólympískri þríþraut þegar heimsbikarkeppnin í Miyazaki í Japan fór fram.
Guðlaug endaði í 15. sæti af 49 keppendum sem voru á ráslínu. Fyrirfram var henni raðað númer 34 eftir styrkleika keppenda.
Í ólympískri þríþraut eru 1500 metrar syntir, 40 kílómetrar hjólaðir og 10 kílómetrar hlaupnir.
Guðlaug lauk keppni á tveimur klukkustundum, tveimur mínútum og 41 sekúndu.
Þessi árangur mun skila henni upp úrtökulistann fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Tókýó á næsta ári.
Guðlaug Edda náði sínum langbesta árangri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn