Átök lögreglu og mótmælenda eftir samkomu í Barcelona Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 22:41 Til harðra en skammvinnra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í kvöld. AP/Emilio Morenatti Í brýnu sló á milli lögreglu og sjálfstæðissinna í kjölfar fjöldamótmæla gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. Hundruð ungmenna eru sögð hafa umkringt höfuðstöðvar landslögreglunnar í miðborginni og kastað steinum og flöskum að lögreglumönnum. Átökin brutust út eftir að friðsömum mótmælum sem áætlað er að um 350.000 manns hafi tekið þátt í lauk í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn grímuklæddum mótmælendum eftir að þeir hófu að kasta hlutum að lögreglumönnum. Beitti lögreglan kylfum og frauðkúlum. Mótmælendurnir kveiktu í ruslatunnum úti á götu eftir að lögreglumenn hafði bægt þeim frá lögreglustöðinni. Fimmtán manns slösuðust í átökunum, þar á meðal ljósmyndari AP sem var sleginn með lögreglukylfu í andlitið. Héraðslögreglan í Katalóníu segir að einn lögreglumaður hafi særst alvarlega. Mótmælin í dag beindust að þungum fangelsisdómum yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna 14. október. Þeir voru dæmdir í allt að þrettán ára fangelsi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins sem þeir héldu árið 2017 í óþökk ríkisstjórnar Spánar og stjórnlagadómstóls landsins. Til óeirða kom á hverju kvöldi í Barcelona sex nætur í röð í kjölfar fangelsisdómanna. Um fimm hundruð manns særðust í óeirðunum, um helmingur þeirra lögreglumenn og um 200 manns voru handteknir. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37 Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15 Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Í brýnu sló á milli lögreglu og sjálfstæðissinna í kjölfar fjöldamótmæla gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. Hundruð ungmenna eru sögð hafa umkringt höfuðstöðvar landslögreglunnar í miðborginni og kastað steinum og flöskum að lögreglumönnum. Átökin brutust út eftir að friðsömum mótmælum sem áætlað er að um 350.000 manns hafi tekið þátt í lauk í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn grímuklæddum mótmælendum eftir að þeir hófu að kasta hlutum að lögreglumönnum. Beitti lögreglan kylfum og frauðkúlum. Mótmælendurnir kveiktu í ruslatunnum úti á götu eftir að lögreglumenn hafði bægt þeim frá lögreglustöðinni. Fimmtán manns slösuðust í átökunum, þar á meðal ljósmyndari AP sem var sleginn með lögreglukylfu í andlitið. Héraðslögreglan í Katalóníu segir að einn lögreglumaður hafi særst alvarlega. Mótmælin í dag beindust að þungum fangelsisdómum yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna 14. október. Þeir voru dæmdir í allt að þrettán ára fangelsi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins sem þeir héldu árið 2017 í óþökk ríkisstjórnar Spánar og stjórnlagadómstóls landsins. Til óeirða kom á hverju kvöldi í Barcelona sex nætur í röð í kjölfar fangelsisdómanna. Um fimm hundruð manns særðust í óeirðunum, um helmingur þeirra lögreglumenn og um 200 manns voru handteknir.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37 Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15 Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37
Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15
Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30