Átök lögreglu og mótmælenda eftir samkomu í Barcelona Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 22:41 Til harðra en skammvinnra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í kvöld. AP/Emilio Morenatti Í brýnu sló á milli lögreglu og sjálfstæðissinna í kjölfar fjöldamótmæla gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. Hundruð ungmenna eru sögð hafa umkringt höfuðstöðvar landslögreglunnar í miðborginni og kastað steinum og flöskum að lögreglumönnum. Átökin brutust út eftir að friðsömum mótmælum sem áætlað er að um 350.000 manns hafi tekið þátt í lauk í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn grímuklæddum mótmælendum eftir að þeir hófu að kasta hlutum að lögreglumönnum. Beitti lögreglan kylfum og frauðkúlum. Mótmælendurnir kveiktu í ruslatunnum úti á götu eftir að lögreglumenn hafði bægt þeim frá lögreglustöðinni. Fimmtán manns slösuðust í átökunum, þar á meðal ljósmyndari AP sem var sleginn með lögreglukylfu í andlitið. Héraðslögreglan í Katalóníu segir að einn lögreglumaður hafi særst alvarlega. Mótmælin í dag beindust að þungum fangelsisdómum yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna 14. október. Þeir voru dæmdir í allt að þrettán ára fangelsi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins sem þeir héldu árið 2017 í óþökk ríkisstjórnar Spánar og stjórnlagadómstóls landsins. Til óeirða kom á hverju kvöldi í Barcelona sex nætur í röð í kjölfar fangelsisdómanna. Um fimm hundruð manns særðust í óeirðunum, um helmingur þeirra lögreglumenn og um 200 manns voru handteknir. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37 Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15 Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Í brýnu sló á milli lögreglu og sjálfstæðissinna í kjölfar fjöldamótmæla gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. Hundruð ungmenna eru sögð hafa umkringt höfuðstöðvar landslögreglunnar í miðborginni og kastað steinum og flöskum að lögreglumönnum. Átökin brutust út eftir að friðsömum mótmælum sem áætlað er að um 350.000 manns hafi tekið þátt í lauk í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn grímuklæddum mótmælendum eftir að þeir hófu að kasta hlutum að lögreglumönnum. Beitti lögreglan kylfum og frauðkúlum. Mótmælendurnir kveiktu í ruslatunnum úti á götu eftir að lögreglumenn hafði bægt þeim frá lögreglustöðinni. Fimmtán manns slösuðust í átökunum, þar á meðal ljósmyndari AP sem var sleginn með lögreglukylfu í andlitið. Héraðslögreglan í Katalóníu segir að einn lögreglumaður hafi særst alvarlega. Mótmælin í dag beindust að þungum fangelsisdómum yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna 14. október. Þeir voru dæmdir í allt að þrettán ára fangelsi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins sem þeir héldu árið 2017 í óþökk ríkisstjórnar Spánar og stjórnlagadómstóls landsins. Til óeirða kom á hverju kvöldi í Barcelona sex nætur í röð í kjölfar fangelsisdómanna. Um fimm hundruð manns særðust í óeirðunum, um helmingur þeirra lögreglumenn og um 200 manns voru handteknir.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37 Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15 Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37
Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15
Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30