Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að boð barst um að lítið eldsneyti væri í vél Icelandair á leið til landsins frá Bandaríkjunum. Vélinni tókst hins vegar að lenda heilu og höldnu.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning til þeirra klukkan 6:25 og voru þá sjúkrabílar sendir til móts. Útkallið var hins vegar afturkallað fáum mínútum síðar.
Vegna viðbúnaðarins var einhverjum vélum, sem lenda áttu í Keflavík, beint til Akureyrar.
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna lítils eldneytis í vél
Atli Ísleifsson skrifar
