Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2019 12:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lýsir RÚV sem geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira