Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 12:30 Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að nóróveira kom upp. Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. Starfsemi hófst aftur á leikskólanum í dag. Veiran kom upp á mánudag í síðustu viku á ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi. Á leikskólanum geta sextíu börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára dvalið samtímis á þremur aldursblönduðum deildum. „Við tókum þá ákvörðun að loka leikskólanum. Ákváðum að leyfa foreldrum að koma með börnin á þriðjudeginum af því að þau þurftu nú að geta tekið eigur barnanna og þess háttar. En svo var lokað frá og með miðvikudeginum 23. október og við vorum bara að opna aftur í dag,“ segðir Berglind Grétarsdóttir, skólastjóri leikskólans. Nóróveira er bráðsmitandi og berst auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar, til að mynda á leikskólum, geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu. Berglind segir að mörg börn hafi smitast. „Já, og líka starfsmenn. Það eru 53 börn í húsi núna og það voru innan við helmingur til dæmis á föstudeginum sem mætti föstudaginn 18. október. Sú vika, þá voru ofboðslega mikil veikindi og þetta smitaðist hratt þannig að þetta voru mjög margir sem veiktust,” segir Berglind. Berglind segir að nokkur börn hafi þurft að leita aðhlynningar á Barnaspítala Landspítalans. „Já, því miður. Það hefur alveg gerst. Þurft að fá vökva og eru kannski með blóð í hægðum og við erum með að minnsta kosti þrjú staðfest smit en svo erum við að heyra frá öðrum foreldrum að lækna gruni, mjög sterklega, að fleiri börn séu með þetta en hafi ekki endilega vilja senda í ræktun,” segir Berglind. Berglind segir að hart sé tekið á því innan skólans þegar smit koma upp og að dagarnir fyrir helgi hafi verið nýttir til þess að sótthreinsa húsnæði leikskólans og alla muni. „Ég hef undanfarin ár fengið góðar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni og það sem skiptir máli er að allir fari í sóttkví,” segir Berglind. Berglind segir veiruna alltaf stinga sér niður á sama árstíma. „Það er alltaf í þjóðfélaginu að ganga svona frá lok september, byrjun október, niðurgangur en svo undanfarin ár því miður er nóró að banka upp á,” segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira