Russell Westbrook hoppaði upp fyrir Magic og fékk kveðju frá honum á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 17:15 Russell Westbrook. Getty/Tim Warner Russell Westbrook er kominn upp í annað sætið yfir þá leikmenn sem hafa náð flestum þrennum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook var með þrennu í fyrsta sigurleik Houston Rockets á tímabilinu sem var jafnframt fyrsti sigurleikur Westbrook með Houston. Russell kom til Houston frá Oklahoma City Thunder í sumar þar sem hann var með þrennu að meðaltal þrjú undanfarin tímabil. Westbrook var með 28 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 126-123 sigur á New Orleans Pelicans.Russell Westbrook's second game with the Rockets was one for the record books https://t.co/fXMzVgW41G — Sports Illustrated (@SInow) October 28, 2019Þetta var 139. þrenna Russell Westbrook í NBA-deildinni og með henni komst hann upp fyrir sjálfan Magic Johnson og upp í annað sæti listans. Efstur er áfram Oscar Robertson. Houston Rockets hafði tapað fyrsta leiknum með Russell Westbrook og James Harden hlið við hlið en landaði sigrinum á móti Pelíkönunum. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Milwaukee Bucks og þar var Westbrook með 24 sitg, 16 fráköst og 7 stoðsendingar. Oscar Robertson náði 181 þrennu á sínum ferli og Westbrook á því nokkuð í land að ná efsta sætinu. Hann var hins vegar með 34 þrennur á síðustu leiktíð og vantar 42 til að jafna Robertson á toppnum.RT FOR WESTBROOK! Triple-Double 28 points / 10 rebounds / 13 assists Passes Magic Johnson for 2nd most triple-double in NBA history. pic.twitter.com/NwzgmIuScd — Houston Rockets (@HoustonRockets) October 27, 2019 Magic Johnson var ekkert að gráta þessar fréttir opinberlega og sendi Russel kveðju á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. „Hamingjuóskir til Russell Westbrook fyrir að komast upp fyrir mig og vera sá sem hefur náð næstflestum þrennum í sögu NBA,“ skrifaði Magic.Congratulations to Russell Westbrook for passing me and having the 2nd-most triple-doubles in NBA history! https://t.co/y3KgYXsjJB — Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) October 27, 2019 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Russell Westbrook er kominn upp í annað sætið yfir þá leikmenn sem hafa náð flestum þrennum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Russell Westbrook var með þrennu í fyrsta sigurleik Houston Rockets á tímabilinu sem var jafnframt fyrsti sigurleikur Westbrook með Houston. Russell kom til Houston frá Oklahoma City Thunder í sumar þar sem hann var með þrennu að meðaltal þrjú undanfarin tímabil. Westbrook var með 28 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 126-123 sigur á New Orleans Pelicans.Russell Westbrook's second game with the Rockets was one for the record books https://t.co/fXMzVgW41G — Sports Illustrated (@SInow) October 28, 2019Þetta var 139. þrenna Russell Westbrook í NBA-deildinni og með henni komst hann upp fyrir sjálfan Magic Johnson og upp í annað sæti listans. Efstur er áfram Oscar Robertson. Houston Rockets hafði tapað fyrsta leiknum með Russell Westbrook og James Harden hlið við hlið en landaði sigrinum á móti Pelíkönunum. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Milwaukee Bucks og þar var Westbrook með 24 sitg, 16 fráköst og 7 stoðsendingar. Oscar Robertson náði 181 þrennu á sínum ferli og Westbrook á því nokkuð í land að ná efsta sætinu. Hann var hins vegar með 34 þrennur á síðustu leiktíð og vantar 42 til að jafna Robertson á toppnum.RT FOR WESTBROOK! Triple-Double 28 points / 10 rebounds / 13 assists Passes Magic Johnson for 2nd most triple-double in NBA history. pic.twitter.com/NwzgmIuScd — Houston Rockets (@HoustonRockets) October 27, 2019 Magic Johnson var ekkert að gráta þessar fréttir opinberlega og sendi Russel kveðju á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. „Hamingjuóskir til Russell Westbrook fyrir að komast upp fyrir mig og vera sá sem hefur náð næstflestum þrennum í sögu NBA,“ skrifaði Magic.Congratulations to Russell Westbrook for passing me and having the 2nd-most triple-doubles in NBA history! https://t.co/y3KgYXsjJB — Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) October 27, 2019
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira