Danska lögreglan vill fá að nota andlitsgreiningartækni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. október 2019 19:15 Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23