Að þessu sinni verða veitt tvenn verðlaun, fyrir árin 2018 og 2019, en engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismálsins sem skók sænsku akademíuna þegar í ljós kom að eiginmaður eins nefndarmeðlims hafði gerst sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér.
Á meðal þeirra sem líklegir eru til að hreppa hnossin í ár er kanadíska ljóðskáldið Anne Carson, rithöfundurinn Maryse Condé frá Guadaloupe og kanadíska skáldkonan Margaret Atwood en talið er líklegt að konur verði fyrir valinu að þessu sinni.
Hægt er að fylgjast með útsendingu frá fréttamannafundinum að neðan.
Síðastur til að hljóta bókmenntaverðlaunin var Bretinn Kazuo Ishiguro árið 2017. Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hlaut verðlaunin 2016.