Tokarczuk og Handke fá bókmenntaverðlaun Nóbels Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 11:06 Olga Tokarczuk and Peter Handke. Verðlaunahafar bókmenntaverðlauna Nóbels árin 2018 og 2019 eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski rithöfundurinn Peter Handke. Þetta tilkynnti sænska akademían á fréttamannafundi rétt í þessu. Veitt voru tvenn verðlaun að þessu sinni þar sem engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismáls sem skók sænsku akademíuna. Eiginmaður eins nefndarmeðlims reyndist sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Tokarczuk fær verðlaunin fyrir árið 2018. Hún er fædd árið 1962 og er einn fremsti höfundur Póllands. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Bieguni í fyrra. Þá er hún er menntaður sálfræðingur og eftir hana liggja skáldverk af ýmsum toga, bæði ljóð og skáldsögur. Hún hefur einkum vakið athygli fyrir „dularfullan“ ritstíl og ítrekað verið verðlaunuð á Nike-verðlaununum, aðalbókmenntaverðlaunum Póllands. Tokarczuk er fimmtánda konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels en talið var líklegt að kona, eða konur, yrðu fyrir valinu í ár. Peter Handke er fæddur árið 1942 og er verðlaunaður fyrir árið 2019. Hann hefur ritað bæði skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann er afkastamikill þýðandi. Á meðal hans þekktustu verka er skáldsagan Die Angst des Tormanns beim Eldmeter, sem gerð var að samnefndri kvikmynd árið 1972. Hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966 með hinu framúrstefnulega leikverki Publikumsbeschimpfung.Fréttin hefur verið uppfærð.BREAKING NEWS:The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to the Polish author Olga Tokarczuk. The Nobel Prize in Literature for 2019 is awarded to the Austrian author Peter Handke.#NobelPrize pic.twitter.com/CeKNz1oTSB— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2019 Austurríki Bókmenntir Menning Nóbelsverðlaun Pólland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Verðlaunahafar bókmenntaverðlauna Nóbels árin 2018 og 2019 eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski rithöfundurinn Peter Handke. Þetta tilkynnti sænska akademían á fréttamannafundi rétt í þessu. Veitt voru tvenn verðlaun að þessu sinni þar sem engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismáls sem skók sænsku akademíuna. Eiginmaður eins nefndarmeðlims reyndist sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Tokarczuk fær verðlaunin fyrir árið 2018. Hún er fædd árið 1962 og er einn fremsti höfundur Póllands. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Bieguni í fyrra. Þá er hún er menntaður sálfræðingur og eftir hana liggja skáldverk af ýmsum toga, bæði ljóð og skáldsögur. Hún hefur einkum vakið athygli fyrir „dularfullan“ ritstíl og ítrekað verið verðlaunuð á Nike-verðlaununum, aðalbókmenntaverðlaunum Póllands. Tokarczuk er fimmtánda konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels en talið var líklegt að kona, eða konur, yrðu fyrir valinu í ár. Peter Handke er fæddur árið 1942 og er verðlaunaður fyrir árið 2019. Hann hefur ritað bæði skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann er afkastamikill þýðandi. Á meðal hans þekktustu verka er skáldsagan Die Angst des Tormanns beim Eldmeter, sem gerð var að samnefndri kvikmynd árið 1972. Hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966 með hinu framúrstefnulega leikverki Publikumsbeschimpfung.Fréttin hefur verið uppfærð.BREAKING NEWS:The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to the Polish author Olga Tokarczuk. The Nobel Prize in Literature for 2019 is awarded to the Austrian author Peter Handke.#NobelPrize pic.twitter.com/CeKNz1oTSB— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2019
Austurríki Bókmenntir Menning Nóbelsverðlaun Pólland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira