Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 10. október 2019 20:30 Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. Um tvö þúsund manns frá um sextíu þjóðlöndum taka þátt í Hringborði norðurslóða og flytja þar um sex hundruð erindi. Við setningu Hringborðsins í dag lögðu forsætisráðherrar Íslands og Finnlands áherslu á alvarleika loftslagsbreytinganna og nauðsyn þess að þjóðir heims ynnu saman að því að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Verið öll velkomin á sjöunda þing Hringborðs norðurslóða, stærsta alþjóðlega fundarins um málefni norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, við setningu Hringborðsins. „Vísindamenn geta ekki bent á hvenær bráðnun ísþekju Grænlands eða vesturhluti ísþekju Suðurskautslandsins kemst á það stig að ekki verður aftur snúið nema við grípum í taumana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Náttúra norðurslóða er óblíð. Það sem við gerum á norðurslóðum fylgir okkur alla tíð,“ sagði Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. „Ísinn bráðnar og hverfur ef við tökum ekki loftslagsbreytingum og alheimshlýnun föstum tökum. Við verðum að vera mjög raunhæf.“ Victoria krónprinsessa Svíþjóðar rifjaði upp ferðir sínar með krónprinsum Danmerkur og Noregs til Svalbarða og Grænlands þar sem loftslagsbreytingarnar væru augljósar. Kim Kielsen forsætisráðherra Grænlands fékk dúndrandi lófaklapp þegar hann svaraði blaðamanni Bloomberg og sagði Grænland einfaldlega ekki til sölu. Skaut fast að Kína og Rússlandi Minna fór hins vegar fyrir undirtektum þinggesta eftir að Rick Perry orkumálaráðherra Bandaríkjanna talaði án þess að nefna loftslagsbreytingar á nafn. En hann skaut föstum skotum að ríkjum sem ekki væru frjáls og átti þar greinilega við Kína og Rússland. „Norðurlönd eru í forystuhlutverki í norðurslóðarannsóknum og eru í fararbroddi hvað varðar nýsköpun. Við búum einnig að ríkri hefð á sviði samstarfs þjóða okkar og ég trúi því að við sem erum í Norðurlandafjölskyldunni, Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð séum í kjöraðstöðu til að leggja okkar af mörkum á sviði öndvegisþekkingar hugmynd og nýrra lausna,“ sagði Victoria krónprinsessa Svíþjóðar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var spurður út í þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kaupa Grænland og það hvort rætt hefði verið um hve mikið Grænland myndi kosta. „Svarið við þessari spurningu er mjög einfalt. Grænland er ekki til sölu,“ sagði hann. „Þegar ég horfi til framtíðar sé ég fyrir mér að okkur takist að hindra með árangursríkum hætti að þessum ríkjum takist að ná yfirráðum yfir norðurslóðum utan frá,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna. „Þessi ríki deila hvorki með okkur lýðræðislegum gildum okkar né framgöngu okkar við stjórnun umhverfisverndarmála.“ „Ég sé fyrir mér að við leysum úr læðingi orkubirgðir í því skyni að frelsa þjóðir utan norðurslóða undan því að vera háðar þessum sömu þjóðum sem myndu beita aflsmunum sínum, einkum orku sinni, sem geópólitísku vopni.“ Endurspeglar nýjan veruleika Eftir ræðu Perry sagði Ólafur Ragnar að framganga hans og fjölda annarra endurspegli nýjan pólitískan veruleika á norðurslóðum. „Að okkar næsta nágrenni er nú orðið brennidepill glímu um nýja heimsmynd. Þar sem öflugustu þjóðir heims; Bandaríkin, Rússland, Kína og reyndar Evrópusambandið líka, eru óðum að koma sér upp stöðu og leggja áherslu á það hvað skiptir máli,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði það í raun einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga að vera vettvangur þessarar umræðu. Það fæli í sér ný tækifæri fyrir land og þjóð. Ólafur Ragnar sagði það hafa verið markmiðið frá upphafi, að allir gætu komið að Hringborðinu. „Að ungur aktívisti hafi sama rétt á að rísa upp og segja sína skoðun, eins og orkumálaráðherra Bandaríkjanna eða forsætisráðherrar annarra landa.“ Hann sagðist einnig telja að ræða forsætisráðherra Grænlands hafi verið söguleg. „Ég held að aldrei fyrr í sögu Grænlands hafi æðsti fulltrúi grænlensku þjóðarinnar flutt jafn yfirgripsmikla stefnuræðu á alþjóðlegum vettvangi eins og hann gerði í dag. Þannig að Hringborðið er líka að verða nýr vettvangur fyrir samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja.“ Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. Um tvö þúsund manns frá um sextíu þjóðlöndum taka þátt í Hringborði norðurslóða og flytja þar um sex hundruð erindi. Við setningu Hringborðsins í dag lögðu forsætisráðherrar Íslands og Finnlands áherslu á alvarleika loftslagsbreytinganna og nauðsyn þess að þjóðir heims ynnu saman að því að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Verið öll velkomin á sjöunda þing Hringborðs norðurslóða, stærsta alþjóðlega fundarins um málefni norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, við setningu Hringborðsins. „Vísindamenn geta ekki bent á hvenær bráðnun ísþekju Grænlands eða vesturhluti ísþekju Suðurskautslandsins kemst á það stig að ekki verður aftur snúið nema við grípum í taumana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Náttúra norðurslóða er óblíð. Það sem við gerum á norðurslóðum fylgir okkur alla tíð,“ sagði Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands. „Ísinn bráðnar og hverfur ef við tökum ekki loftslagsbreytingum og alheimshlýnun föstum tökum. Við verðum að vera mjög raunhæf.“ Victoria krónprinsessa Svíþjóðar rifjaði upp ferðir sínar með krónprinsum Danmerkur og Noregs til Svalbarða og Grænlands þar sem loftslagsbreytingarnar væru augljósar. Kim Kielsen forsætisráðherra Grænlands fékk dúndrandi lófaklapp þegar hann svaraði blaðamanni Bloomberg og sagði Grænland einfaldlega ekki til sölu. Skaut fast að Kína og Rússlandi Minna fór hins vegar fyrir undirtektum þinggesta eftir að Rick Perry orkumálaráðherra Bandaríkjanna talaði án þess að nefna loftslagsbreytingar á nafn. En hann skaut föstum skotum að ríkjum sem ekki væru frjáls og átti þar greinilega við Kína og Rússland. „Norðurlönd eru í forystuhlutverki í norðurslóðarannsóknum og eru í fararbroddi hvað varðar nýsköpun. Við búum einnig að ríkri hefð á sviði samstarfs þjóða okkar og ég trúi því að við sem erum í Norðurlandafjölskyldunni, Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð séum í kjöraðstöðu til að leggja okkar af mörkum á sviði öndvegisþekkingar hugmynd og nýrra lausna,“ sagði Victoria krónprinsessa Svíþjóðar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var spurður út í þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kaupa Grænland og það hvort rætt hefði verið um hve mikið Grænland myndi kosta. „Svarið við þessari spurningu er mjög einfalt. Grænland er ekki til sölu,“ sagði hann. „Þegar ég horfi til framtíðar sé ég fyrir mér að okkur takist að hindra með árangursríkum hætti að þessum ríkjum takist að ná yfirráðum yfir norðurslóðum utan frá,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna. „Þessi ríki deila hvorki með okkur lýðræðislegum gildum okkar né framgöngu okkar við stjórnun umhverfisverndarmála.“ „Ég sé fyrir mér að við leysum úr læðingi orkubirgðir í því skyni að frelsa þjóðir utan norðurslóða undan því að vera háðar þessum sömu þjóðum sem myndu beita aflsmunum sínum, einkum orku sinni, sem geópólitísku vopni.“ Endurspeglar nýjan veruleika Eftir ræðu Perry sagði Ólafur Ragnar að framganga hans og fjölda annarra endurspegli nýjan pólitískan veruleika á norðurslóðum. „Að okkar næsta nágrenni er nú orðið brennidepill glímu um nýja heimsmynd. Þar sem öflugustu þjóðir heims; Bandaríkin, Rússland, Kína og reyndar Evrópusambandið líka, eru óðum að koma sér upp stöðu og leggja áherslu á það hvað skiptir máli,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði það í raun einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga að vera vettvangur þessarar umræðu. Það fæli í sér ný tækifæri fyrir land og þjóð. Ólafur Ragnar sagði það hafa verið markmiðið frá upphafi, að allir gætu komið að Hringborðinu. „Að ungur aktívisti hafi sama rétt á að rísa upp og segja sína skoðun, eins og orkumálaráðherra Bandaríkjanna eða forsætisráðherrar annarra landa.“ Hann sagðist einnig telja að ræða forsætisráðherra Grænlands hafi verið söguleg. „Ég held að aldrei fyrr í sögu Grænlands hafi æðsti fulltrúi grænlensku þjóðarinnar flutt jafn yfirgripsmikla stefnuræðu á alþjóðlegum vettvangi eins og hann gerði í dag. Þannig að Hringborðið er líka að verða nýr vettvangur fyrir samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja.“
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30