Pavel: Við erum ekki lið Gabríel Sighvatsson skrifar 10. október 2019 22:32 Pavel Ermolinskij. vísir Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum