Slökkvilið og bæjarstarfsmenn lögðu fráveitukerfinu á Siglufirði lið í miklu vatnsveðri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 06:09 Frá Siglufirði í gær. Sigurður Ægisson Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. Sigurður Ægisson, íbúi á Siglufirði, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi, aldrei áður hafa séð vatn komu upp um vatnsbrunna í bænum en hann birtir myndir af ástandinu á vefnum siglfirðingur.is. Að sögn Sigurðar var ástandið verst á Eyrinni, eða á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu, en einnig á Eyrarflöt og Langeyrarvegi.Svo mikið var vatnið á Siglufirði að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.Sigurður ÆgissonSlökkvilið Fjallabyggðar var kallað út snemma í gærkvöldi vegna vatnsveðursins og vann slökkviliðsstjóri liðsins, Ámundi Gunnarsson, við annan mann, að því létta á fráveitukerfinu með því að nota dælur slökkviliðsins til þess að koma vatni frá bænum. Fréttastofa náði tali af Ámunda þegar slökkvilið hafði lokið vinnu sinni í gær. Hann sagði úrkomuna að baki og að ástandið í bænum væri skárra. Auk slökkviliðs hafi björgunarsveitin á staðnum, með sex til átta menn, sinnt útköllum. Ámundi sagði að mögulega hefði flætt inn í tvö til þrjú hús og að vatnið hafi bæði komið upp um niðurföll og í gegnum veggi. Bæjarbúar í Fjallabyggð undrast að flóð sem þessi séu nær árlegur viðburður sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið fór í miklar framkvæmdir til þess að efla fráveitukerfið. Þær framkvæmdir hafa ekki komið í veg fyrir að enn flæðir inn á lægsta punkt Siglufjarðar. Fjallabyggð Slökkvilið Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. Sigurður Ægisson, íbúi á Siglufirði, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi, aldrei áður hafa séð vatn komu upp um vatnsbrunna í bænum en hann birtir myndir af ástandinu á vefnum siglfirðingur.is. Að sögn Sigurðar var ástandið verst á Eyrinni, eða á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu, en einnig á Eyrarflöt og Langeyrarvegi.Svo mikið var vatnið á Siglufirði að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.Sigurður ÆgissonSlökkvilið Fjallabyggðar var kallað út snemma í gærkvöldi vegna vatnsveðursins og vann slökkviliðsstjóri liðsins, Ámundi Gunnarsson, við annan mann, að því létta á fráveitukerfinu með því að nota dælur slökkviliðsins til þess að koma vatni frá bænum. Fréttastofa náði tali af Ámunda þegar slökkvilið hafði lokið vinnu sinni í gær. Hann sagði úrkomuna að baki og að ástandið í bænum væri skárra. Auk slökkviliðs hafi björgunarsveitin á staðnum, með sex til átta menn, sinnt útköllum. Ámundi sagði að mögulega hefði flætt inn í tvö til þrjú hús og að vatnið hafi bæði komið upp um niðurföll og í gegnum veggi. Bæjarbúar í Fjallabyggð undrast að flóð sem þessi séu nær árlegur viðburður sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið fór í miklar framkvæmdir til þess að efla fráveitukerfið. Þær framkvæmdir hafa ekki komið í veg fyrir að enn flæðir inn á lægsta punkt Siglufjarðar.
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira