Vill skoða að lækka fasteignaskatt á umhverfisvæn fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2019 14:00 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. FBL/Sigtryggur Ari Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, vill skoða þann möguleika að leggja lægri fasteignaskatt á þau fyrirtæki í borginni sem eru með lítið kolefnisspor. Líf greinir frá þessari hugmynd sinni á Twitter í dag en hún segist í samtali við Vísi ekki vita hvort þetta sé hægt en hún hyggist skoða þennan möguleika. „Ég fékk bara þessa hugmynd, hvernig við getum verið hvati í að ráðast á loftslagsbreytingar vegna þess að við þurfum að gera það á svo mörgum stöðum og með svo mörgum ráðum,“ segir Líf. Í færslu sinni á Twitter nefnir hún sem dæmi að þannig yrðu fasteignagjöld á „veganstaðnum lægri en á buffhúsinu.“Væri það ekki dásamlegt ef Reykjavík hefði heimildir til að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem væru með lítið eða ekkert sótspor? Þá væru t.d. fasteignagjöldin á vegan staðnum lægri en á buffhúsinu. Ég ætla a.m.k. að skoða þetta mál af alvöru. #TheFutureWeWant— Líf Magneudóttir (@lifmagn) October 11, 2019 Líklega þurfi þó lagabreytingu til að slíkt gæti orðið að veruleika. „Ég bara fékk þessa flugu í hausinn og ég veit ekkert hvort þetta er hægt. Ég held að þú getir ekki mismunað fyrirtækjum án þess að hafa einhverja lagastoð fyrir því og ég held að hún sé ekki fyrir hendi. Það þyrfti kannski jafnvel bara að breyta lögunum til þess að ívilna þeim sem að sannarlega standa sig vel gagnvart umhverfinu,“ segir Líf. Henni þyki ekki nema sanngjarnt að þeir borgi meira sem mengi meira. Það fjármagn væri að mati Lífar jafnvel hægt að nýta í nýsköpun, tæknilausnir eða innviði í þágu þess að stuðla að kolefnishlutlausu samfélagi og umhverfi. „Þetta er það áhugaverð pæling að ég ætla að kanna í fyllstu alvöru hvernig við getum, Reykjavíkurborg, notað þau tæki sem við höfum til þess einmitt að ná markmiðum okkar og þá jafnvel ívilna fyrir þá sem menga minna,“ segir Líf. Borgarstjórn Reykjavík Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, vill skoða þann möguleika að leggja lægri fasteignaskatt á þau fyrirtæki í borginni sem eru með lítið kolefnisspor. Líf greinir frá þessari hugmynd sinni á Twitter í dag en hún segist í samtali við Vísi ekki vita hvort þetta sé hægt en hún hyggist skoða þennan möguleika. „Ég fékk bara þessa hugmynd, hvernig við getum verið hvati í að ráðast á loftslagsbreytingar vegna þess að við þurfum að gera það á svo mörgum stöðum og með svo mörgum ráðum,“ segir Líf. Í færslu sinni á Twitter nefnir hún sem dæmi að þannig yrðu fasteignagjöld á „veganstaðnum lægri en á buffhúsinu.“Væri það ekki dásamlegt ef Reykjavík hefði heimildir til að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem væru með lítið eða ekkert sótspor? Þá væru t.d. fasteignagjöldin á vegan staðnum lægri en á buffhúsinu. Ég ætla a.m.k. að skoða þetta mál af alvöru. #TheFutureWeWant— Líf Magneudóttir (@lifmagn) October 11, 2019 Líklega þurfi þó lagabreytingu til að slíkt gæti orðið að veruleika. „Ég bara fékk þessa flugu í hausinn og ég veit ekkert hvort þetta er hægt. Ég held að þú getir ekki mismunað fyrirtækjum án þess að hafa einhverja lagastoð fyrir því og ég held að hún sé ekki fyrir hendi. Það þyrfti kannski jafnvel bara að breyta lögunum til þess að ívilna þeim sem að sannarlega standa sig vel gagnvart umhverfinu,“ segir Líf. Henni þyki ekki nema sanngjarnt að þeir borgi meira sem mengi meira. Það fjármagn væri að mati Lífar jafnvel hægt að nýta í nýsköpun, tæknilausnir eða innviði í þágu þess að stuðla að kolefnishlutlausu samfélagi og umhverfi. „Þetta er það áhugaverð pæling að ég ætla að kanna í fyllstu alvöru hvernig við getum, Reykjavíkurborg, notað þau tæki sem við höfum til þess einmitt að ná markmiðum okkar og þá jafnvel ívilna fyrir þá sem menga minna,“ segir Líf.
Borgarstjórn Reykjavík Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira