Beint lýðræði er fyrir lýðinn Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. október 2019 15:12 Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun