Óvænt bið eftir borðum og rífandi sala fylgifiskur Ferrell og Brosnan á Húsavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2019 20:45 Pierce Brosnan var reffilegur á Húsavík í dag. Vísir Það stendur mikið til á Húsavík um helgina en tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell eru hafnar. Stórstjörnurnar eru mættar í bæinn og spenningur meðal bæjarbúa er áþreifanlegur. Almenn ánægja ríkir í bænum með að Húsavík hafi orðið fyrir valinu. Húsavík er undirlögð kvikmyndatökuliði en hátt í 200 manns koma að tökunum, þar á meðal Hollywood-stjörnur á borð við Will Ferrell og Pierce Brosnan, sem eiga að leika Íslendinga í myndinni. Fréttamaður eyddi lungann úr deginum á Húsavík og ræddi þar við fjölmarga íbúa.Sjá einnig: Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í HollywoodFerrell kom til landsins í gær með einkaþotu og Brosnan, Piece Brosnan, hafði komið nokkrum dögum áður. Þegar fréttamann bar að garði í dag dvöldu þeir báðir í glæsivögnum í litlu hjólhýsaþorpi sem komið hefur verið fyrir við höfnina í bænum. Voru þeir ferjaðir á milli tökustaða í glæsibifreiðum sem bakkað var alveg upp að vögnum þeirra.Lítið hjólhýsaþorp hefur sprottið upp við höfnina.Vísir.Vertarnir ánægðir Meðal þess sem kom fram í óformlegu spjalli íbúa við blaðamann í dag var að komu tökuliðsins á Húsavík í gær hafi fylgt rífandi sala á pollabuxum og öðrum útivistarfatnaði, enda var úrhellisrigning allan gærdaginn.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Þá nefndu íbúar einnig að panta þyrfti borð á veitingastöðum í bænum, sem væri óvenjulegt á þessum árstíma. Því kemur ekki á óvart að þeir vertar sem fréttamaður ræddi við voru afar kátir með að tökuliðið væri í bænum.Þetta verður líklega algeng sjón um helgina. Tökuliðið er á víð og dreif um bæinn.Vísir.„Það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum“ Þá ræddi fréttamaður einnig við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra í Norðurþings sem var ánægður með að Húsvíkingar hafi fengið hlutverk sem aukaleikarar í myndinni. Vonar hann að þeir steli senunni.Sjá einnig: Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina„Þessar stjörnur sem að við sjáum dags daglega alla daga hér á Húsavík, ég vona að þær rati inn á hvíta tjaldið sömuleiðis með þeim sem eru að koma,“ sagði Kristján Þór sem gerir fastlega ráð fyrir þv að athyglin sem Húsavík fái vegna myndarinnar verði ekki önnur en jákvæð.Nú er Will Ferrell þekktur háðfugl, þið hafið ekkert áhyggjur af því að Húsavík komi kannski eitthvað skringilega út úr þessu öllu saman?„Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Hann er duglegur að gera grín að sjálfum sér og það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum. Þetta er bara jákvæður atburður og verður örugglega lengi í minnum hafður hér.“ Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Það stendur mikið til á Húsavík um helgina en tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell eru hafnar. Stórstjörnurnar eru mættar í bæinn og spenningur meðal bæjarbúa er áþreifanlegur. Almenn ánægja ríkir í bænum með að Húsavík hafi orðið fyrir valinu. Húsavík er undirlögð kvikmyndatökuliði en hátt í 200 manns koma að tökunum, þar á meðal Hollywood-stjörnur á borð við Will Ferrell og Pierce Brosnan, sem eiga að leika Íslendinga í myndinni. Fréttamaður eyddi lungann úr deginum á Húsavík og ræddi þar við fjölmarga íbúa.Sjá einnig: Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í HollywoodFerrell kom til landsins í gær með einkaþotu og Brosnan, Piece Brosnan, hafði komið nokkrum dögum áður. Þegar fréttamann bar að garði í dag dvöldu þeir báðir í glæsivögnum í litlu hjólhýsaþorpi sem komið hefur verið fyrir við höfnina í bænum. Voru þeir ferjaðir á milli tökustaða í glæsibifreiðum sem bakkað var alveg upp að vögnum þeirra.Lítið hjólhýsaþorp hefur sprottið upp við höfnina.Vísir.Vertarnir ánægðir Meðal þess sem kom fram í óformlegu spjalli íbúa við blaðamann í dag var að komu tökuliðsins á Húsavík í gær hafi fylgt rífandi sala á pollabuxum og öðrum útivistarfatnaði, enda var úrhellisrigning allan gærdaginn.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Þá nefndu íbúar einnig að panta þyrfti borð á veitingastöðum í bænum, sem væri óvenjulegt á þessum árstíma. Því kemur ekki á óvart að þeir vertar sem fréttamaður ræddi við voru afar kátir með að tökuliðið væri í bænum.Þetta verður líklega algeng sjón um helgina. Tökuliðið er á víð og dreif um bæinn.Vísir.„Það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum“ Þá ræddi fréttamaður einnig við Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra í Norðurþings sem var ánægður með að Húsvíkingar hafi fengið hlutverk sem aukaleikarar í myndinni. Vonar hann að þeir steli senunni.Sjá einnig: Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina„Þessar stjörnur sem að við sjáum dags daglega alla daga hér á Húsavík, ég vona að þær rati inn á hvíta tjaldið sömuleiðis með þeim sem eru að koma,“ sagði Kristján Þór sem gerir fastlega ráð fyrir þv að athyglin sem Húsavík fái vegna myndarinnar verði ekki önnur en jákvæð.Nú er Will Ferrell þekktur háðfugl, þið hafið ekkert áhyggjur af því að Húsavík komi kannski eitthvað skringilega út úr þessu öllu saman?„Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Hann er duglegur að gera grín að sjálfum sér og það er ekkert að því að gera grín að okkur hér, bara eins og öðrum. Þetta er bara jákvæður atburður og verður örugglega lengi í minnum hafður hér.“
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44
Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning