Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 23:00 Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15