John Kerry sagði íslenska heilbrigðiskerfið hafa komið sér í gegnum ávarp sitt í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“ Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“
Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira