Fall Thomas Cook reiðarslag fyrir ferðamannaiðnað Spánar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2019 08:05 Thomas Cook ferðaþjónustan er gjaldþrota. Áhrif falls félagsins eru farin að láta á sér kræla, meðal annars á Spáni. getty/Alexander Hassenstein Fall breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook hefur haft gríðarleg áhrif um heim allan. Þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot í síðasta mánuði urðu um 600 þúsund manns strandaglópar víðs vegar um heiminn og hundruðum þúsunda ferða var aflýst. Áhrifa gjaldþrotsins gætir einna mest í ferðamannaiðnaði Spánar. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er fjöldi starfa í ferðamannageiranum í hættu. Er þar einna helst um að ræða dótturfyrirtæki Thomas Cook og önnur fyrirtæki, líkt og hótel, sem áttu í samningum við ferðaþjónustufyrirtækið. Samtök hótelrekenda og ferðaþjónustufyrirtækja á Spáni segja að 1,3 milljónir ferðamanna muni ekki komast leiðar sinnar til Spánar vegna falls Thomas Cook. Segja samtökin þetta gera það að verkum að loka þurfi 500 hótelum og gistihúsum hið minnsta, með þeim afleiðingum að hundruð milljóna evra, sem hefðu komið inn í landið, fara í vaskinn. Spænsk yfirvöld hafa reynt að bregðast við ástandinu með því að veita 300 milljónum evra, rúmlega 41 milljarði íslenskra króna, til ferðamannaiðnaðarins. Engu að síður er útlitið svart fyrir starfsfólk ferðamannaiðnaðarins. Talið er að Kanaríeyjar komi til með að koma hvað verst út úr falli Thomas Cook. Fyrsta hótelið til þess að leggja upp laupana, Fuertaventura Princess, er staðsett þar. Hótelið var með samning við Thomas Cook en það hafði bókað 95% herbergja sinna til ársins 2023 í samstarfi við Thomas Cook. Öllum 160 starfsmönnum hótelsins verður því sagt upp. Áætlað er að sömu örlög bíði á fjórða þúsund starfsmanna í hótelgeiranum á Spáni. „Við erum með hótel hérna, opin og tilbúin, en viðskiptavinirnir komast ekki hingað,“ hefur BBC eftir Ramón Estalella, formanni samtaka hótelrekenda og ferðaþjónustufyrirtækja. Hann telur að skjótra viðbragða sé þörf. „Það þarf að gera eitthvað til þess að fá flugfélögin til þess að taka þátt í kostnaðinum með því að lækka verð hjá sér. Við þurfum að taka meiri áhættu. Það er ósanngjarnt að hótelin þurfi að borga ógreiddan virðisaukaskatt Thomas Cook og dótturfyrirtækja þess, sem þau vita að þau fá eldrei endurgreidd.“ Bretland Spánn Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Fall breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook hefur haft gríðarleg áhrif um heim allan. Þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot í síðasta mánuði urðu um 600 þúsund manns strandaglópar víðs vegar um heiminn og hundruðum þúsunda ferða var aflýst. Áhrifa gjaldþrotsins gætir einna mest í ferðamannaiðnaði Spánar. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er fjöldi starfa í ferðamannageiranum í hættu. Er þar einna helst um að ræða dótturfyrirtæki Thomas Cook og önnur fyrirtæki, líkt og hótel, sem áttu í samningum við ferðaþjónustufyrirtækið. Samtök hótelrekenda og ferðaþjónustufyrirtækja á Spáni segja að 1,3 milljónir ferðamanna muni ekki komast leiðar sinnar til Spánar vegna falls Thomas Cook. Segja samtökin þetta gera það að verkum að loka þurfi 500 hótelum og gistihúsum hið minnsta, með þeim afleiðingum að hundruð milljóna evra, sem hefðu komið inn í landið, fara í vaskinn. Spænsk yfirvöld hafa reynt að bregðast við ástandinu með því að veita 300 milljónum evra, rúmlega 41 milljarði íslenskra króna, til ferðamannaiðnaðarins. Engu að síður er útlitið svart fyrir starfsfólk ferðamannaiðnaðarins. Talið er að Kanaríeyjar komi til með að koma hvað verst út úr falli Thomas Cook. Fyrsta hótelið til þess að leggja upp laupana, Fuertaventura Princess, er staðsett þar. Hótelið var með samning við Thomas Cook en það hafði bókað 95% herbergja sinna til ársins 2023 í samstarfi við Thomas Cook. Öllum 160 starfsmönnum hótelsins verður því sagt upp. Áætlað er að sömu örlög bíði á fjórða þúsund starfsmanna í hótelgeiranum á Spáni. „Við erum með hótel hérna, opin og tilbúin, en viðskiptavinirnir komast ekki hingað,“ hefur BBC eftir Ramón Estalella, formanni samtaka hótelrekenda og ferðaþjónustufyrirtækja. Hann telur að skjótra viðbragða sé þörf. „Það þarf að gera eitthvað til þess að fá flugfélögin til þess að taka þátt í kostnaðinum með því að lækka verð hjá sér. Við þurfum að taka meiri áhættu. Það er ósanngjarnt að hótelin þurfi að borga ógreiddan virðisaukaskatt Thomas Cook og dótturfyrirtækja þess, sem þau vita að þau fá eldrei endurgreidd.“
Bretland Spánn Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33
Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15