Fall Thomas Cook reiðarslag fyrir ferðamannaiðnað Spánar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2019 08:05 Thomas Cook ferðaþjónustan er gjaldþrota. Áhrif falls félagsins eru farin að láta á sér kræla, meðal annars á Spáni. getty/Alexander Hassenstein Fall breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook hefur haft gríðarleg áhrif um heim allan. Þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot í síðasta mánuði urðu um 600 þúsund manns strandaglópar víðs vegar um heiminn og hundruðum þúsunda ferða var aflýst. Áhrifa gjaldþrotsins gætir einna mest í ferðamannaiðnaði Spánar. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er fjöldi starfa í ferðamannageiranum í hættu. Er þar einna helst um að ræða dótturfyrirtæki Thomas Cook og önnur fyrirtæki, líkt og hótel, sem áttu í samningum við ferðaþjónustufyrirtækið. Samtök hótelrekenda og ferðaþjónustufyrirtækja á Spáni segja að 1,3 milljónir ferðamanna muni ekki komast leiðar sinnar til Spánar vegna falls Thomas Cook. Segja samtökin þetta gera það að verkum að loka þurfi 500 hótelum og gistihúsum hið minnsta, með þeim afleiðingum að hundruð milljóna evra, sem hefðu komið inn í landið, fara í vaskinn. Spænsk yfirvöld hafa reynt að bregðast við ástandinu með því að veita 300 milljónum evra, rúmlega 41 milljarði íslenskra króna, til ferðamannaiðnaðarins. Engu að síður er útlitið svart fyrir starfsfólk ferðamannaiðnaðarins. Talið er að Kanaríeyjar komi til með að koma hvað verst út úr falli Thomas Cook. Fyrsta hótelið til þess að leggja upp laupana, Fuertaventura Princess, er staðsett þar. Hótelið var með samning við Thomas Cook en það hafði bókað 95% herbergja sinna til ársins 2023 í samstarfi við Thomas Cook. Öllum 160 starfsmönnum hótelsins verður því sagt upp. Áætlað er að sömu örlög bíði á fjórða þúsund starfsmanna í hótelgeiranum á Spáni. „Við erum með hótel hérna, opin og tilbúin, en viðskiptavinirnir komast ekki hingað,“ hefur BBC eftir Ramón Estalella, formanni samtaka hótelrekenda og ferðaþjónustufyrirtækja. Hann telur að skjótra viðbragða sé þörf. „Það þarf að gera eitthvað til þess að fá flugfélögin til þess að taka þátt í kostnaðinum með því að lækka verð hjá sér. Við þurfum að taka meiri áhættu. Það er ósanngjarnt að hótelin þurfi að borga ógreiddan virðisaukaskatt Thomas Cook og dótturfyrirtækja þess, sem þau vita að þau fá eldrei endurgreidd.“ Bretland Spánn Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fall breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook hefur haft gríðarleg áhrif um heim allan. Þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot í síðasta mánuði urðu um 600 þúsund manns strandaglópar víðs vegar um heiminn og hundruðum þúsunda ferða var aflýst. Áhrifa gjaldþrotsins gætir einna mest í ferðamannaiðnaði Spánar. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er fjöldi starfa í ferðamannageiranum í hættu. Er þar einna helst um að ræða dótturfyrirtæki Thomas Cook og önnur fyrirtæki, líkt og hótel, sem áttu í samningum við ferðaþjónustufyrirtækið. Samtök hótelrekenda og ferðaþjónustufyrirtækja á Spáni segja að 1,3 milljónir ferðamanna muni ekki komast leiðar sinnar til Spánar vegna falls Thomas Cook. Segja samtökin þetta gera það að verkum að loka þurfi 500 hótelum og gistihúsum hið minnsta, með þeim afleiðingum að hundruð milljóna evra, sem hefðu komið inn í landið, fara í vaskinn. Spænsk yfirvöld hafa reynt að bregðast við ástandinu með því að veita 300 milljónum evra, rúmlega 41 milljarði íslenskra króna, til ferðamannaiðnaðarins. Engu að síður er útlitið svart fyrir starfsfólk ferðamannaiðnaðarins. Talið er að Kanaríeyjar komi til með að koma hvað verst út úr falli Thomas Cook. Fyrsta hótelið til þess að leggja upp laupana, Fuertaventura Princess, er staðsett þar. Hótelið var með samning við Thomas Cook en það hafði bókað 95% herbergja sinna til ársins 2023 í samstarfi við Thomas Cook. Öllum 160 starfsmönnum hótelsins verður því sagt upp. Áætlað er að sömu örlög bíði á fjórða þúsund starfsmanna í hótelgeiranum á Spáni. „Við erum með hótel hérna, opin og tilbúin, en viðskiptavinirnir komast ekki hingað,“ hefur BBC eftir Ramón Estalella, formanni samtaka hótelrekenda og ferðaþjónustufyrirtækja. Hann telur að skjótra viðbragða sé þörf. „Það þarf að gera eitthvað til þess að fá flugfélögin til þess að taka þátt í kostnaðinum með því að lækka verð hjá sér. Við þurfum að taka meiri áhættu. Það er ósanngjarnt að hótelin þurfi að borga ógreiddan virðisaukaskatt Thomas Cook og dótturfyrirtækja þess, sem þau vita að þau fá eldrei endurgreidd.“
Bretland Spánn Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33
Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. 23. september 2019 15:15