Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 10:35 Jaroslaw Kaczynski er formaður Laga og réttlætis. Hann hefur þó ekki viljað forsætisráðherrastólinn. Vísir/EPA Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50