Brennivín í bréfalúguna – ógæfa í bögglapósti Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. október 2019 09:30 Hugmyndaauðgi frjálshyggjumanna við að kokka upp hugmyndir til aukinnar áfengisneyslu á sér fá takmörk. Nú er boðað nýtt frumvarp frá nýsettum dómsmálaráðherra og verður ekki sagt að það komi sérstaklega á óvart úr þeirri átt. Frumvarpinu er greinilega ætlað að mylja úr þeim grunni sem einkasala áfengis á vegum ríkisins stendur á. Ótal leiðangrar hafa verið farnir undanfarin ár til þess að reyna að auka framboð á áfengi almenningi til tjóns. Í hverri könnuninni af annarri hefur komið í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi einkasölu áfengis á vegum ríkisins. Það hefur ekki stöðvað þá sem vilja hafa vit fyrir þjóðinni í málinu að prika sífellt upp með nýjar tillögur til sölu áfengis á vegum einkaaðila. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt önnur ríki Evrópu þar sem lítt heft aðgengi hefur leitt til óhóflegrar áfengisneyslu til að fara að dæmi Íslendinga, Norðmanna, Svía og Finna í einkasölu áfengis á vegum ríkisins.Fulltrúar allra stétta í heilbrigðisþjónustu hafa varað við tilslökunum við sölu áfengis hér á landi. Landlæknir, læknafélagið, sálfræðingafélagið svo einhver séu nefnd. Þeir sem vinna að málefnum barna m.a. Barnaheill foreldrasamtök og ungmennasamtök ljúka öll upp einum rómi og skora á alþingismenn sárbæna þá réttara sagt til að halda óbreyttu kerfi en allt til einskis. Hér á landi (og á þingi) er óhemju ósvífinn lítill minnihluti sem lætur sér ekki segjast og flytur hvert málið af öðru til að reyna að troða auknu framboði áfengis uppá þjóðina. Fyrst í stað átti samkvæmt tillögum þeirra að troða áfengi inn í alla stórmarkaði við litlar undirtektir. Því næst átti að gefa þjóðinni inn málið í matskeiðum með því að áfengi yrði selt í kósý sérverslunum (líkt og verslunum ÁTVR) en í einkaeigu. Það hlaut heldur ekki hljómgrunn. En nú er komin fram fram hugmynd sem líkja má við að gefa fólki inn hugmyndina í teskeið. Nú skal brennivín sent í bréfalúguna, pantað á netinu. Nokkur „nostalgía“ því hugmyndin minnir á póstkröfur fyrir áratugum síðan. Þá þurfti reyndar að sækja góssið í pósthús og var það nokkuð áberandi og tafsöm athöfn. Trukkur frá Póstinum eða DHL vekur sömu athygli akandi um í íbúðargötum dreifandi sprúttinu í hverja lúgu eða póstkassa. Athyglin og áberandi athafnir eru samt aukaatriði í þessari mynd. Aðalatriðið er aukning framboðs sem leiðir til aukinnar neyslu og höggið er skarð í einkasölu ríkisins sem er skilvirk og rekin með lýðheilsu að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hver aðferðin er, að troða áfengi í stórverslanir, sérverslanir eða í bréfalúguna. Allar munu þær hafa skaða, heilsuleysi og ógæfu í för með sér fyrir okkur og afkomendur okkar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hugmyndaauðgi frjálshyggjumanna við að kokka upp hugmyndir til aukinnar áfengisneyslu á sér fá takmörk. Nú er boðað nýtt frumvarp frá nýsettum dómsmálaráðherra og verður ekki sagt að það komi sérstaklega á óvart úr þeirri átt. Frumvarpinu er greinilega ætlað að mylja úr þeim grunni sem einkasala áfengis á vegum ríkisins stendur á. Ótal leiðangrar hafa verið farnir undanfarin ár til þess að reyna að auka framboð á áfengi almenningi til tjóns. Í hverri könnuninni af annarri hefur komið í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi einkasölu áfengis á vegum ríkisins. Það hefur ekki stöðvað þá sem vilja hafa vit fyrir þjóðinni í málinu að prika sífellt upp með nýjar tillögur til sölu áfengis á vegum einkaaðila. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt önnur ríki Evrópu þar sem lítt heft aðgengi hefur leitt til óhóflegrar áfengisneyslu til að fara að dæmi Íslendinga, Norðmanna, Svía og Finna í einkasölu áfengis á vegum ríkisins.Fulltrúar allra stétta í heilbrigðisþjónustu hafa varað við tilslökunum við sölu áfengis hér á landi. Landlæknir, læknafélagið, sálfræðingafélagið svo einhver séu nefnd. Þeir sem vinna að málefnum barna m.a. Barnaheill foreldrasamtök og ungmennasamtök ljúka öll upp einum rómi og skora á alþingismenn sárbæna þá réttara sagt til að halda óbreyttu kerfi en allt til einskis. Hér á landi (og á þingi) er óhemju ósvífinn lítill minnihluti sem lætur sér ekki segjast og flytur hvert málið af öðru til að reyna að troða auknu framboði áfengis uppá þjóðina. Fyrst í stað átti samkvæmt tillögum þeirra að troða áfengi inn í alla stórmarkaði við litlar undirtektir. Því næst átti að gefa þjóðinni inn málið í matskeiðum með því að áfengi yrði selt í kósý sérverslunum (líkt og verslunum ÁTVR) en í einkaeigu. Það hlaut heldur ekki hljómgrunn. En nú er komin fram fram hugmynd sem líkja má við að gefa fólki inn hugmyndina í teskeið. Nú skal brennivín sent í bréfalúguna, pantað á netinu. Nokkur „nostalgía“ því hugmyndin minnir á póstkröfur fyrir áratugum síðan. Þá þurfti reyndar að sækja góssið í pósthús og var það nokkuð áberandi og tafsöm athöfn. Trukkur frá Póstinum eða DHL vekur sömu athygli akandi um í íbúðargötum dreifandi sprúttinu í hverja lúgu eða póstkassa. Athyglin og áberandi athafnir eru samt aukaatriði í þessari mynd. Aðalatriðið er aukning framboðs sem leiðir til aukinnar neyslu og höggið er skarð í einkasölu ríkisins sem er skilvirk og rekin með lýðheilsu að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hver aðferðin er, að troða áfengi í stórverslanir, sérverslanir eða í bréfalúguna. Allar munu þær hafa skaða, heilsuleysi og ógæfu í för með sér fyrir okkur og afkomendur okkar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun