Plast vegur þyngra en fiskar Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 14. október 2019 20:31 Vissir þú að 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir síðan plast var fyrst kynnt til sögunnar um miðja síðustu öld? Rúmlega 90% af því plasti sem er framleitt, er ekki endurunnið og það tekur plast mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára að brotna niður. Á hverju ári fara a.m.k. 8 milljónir tonna af plasti í hafið. Það jafngildir því að tæma fullan farm af vörubíl í sjóinn á hverri mínútu. Áætlað er að þettta magn aukist í tvo vörubíla á mínútu árið 2030 og fjögur hlöss á mínútu árið 2050. Ef plastmengun verður ekki stöðvuð, mun plast í hafinu vega meira en allir fiskarnir í sama sjó árið 2050. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Mikilvægt er að hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og við sem þjóð þurfum að tryggja að þessi mál séu eins og best verður á kosið. Fimmtudaginn 17. október stendur FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang - fyrir ráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið verður plast. Hver er staðan og hvert stefnum við sem þjóð? Einn helsti sérfræðingur í málefnum plasts, Paul Rendle-Barnes, verður sérstakur gestur á ráðstefnunni en hann þekkir vel til þessara mála. Hann hefur mikla þekkingu á því hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi og hefur m.a. verið ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hvað erum við að gera við plastið og hvaða leiðir eru í boði? Stöndum við Íslendingar okkur vel þegar kemur að umhverfis- og úrgangsmálum. Er einhver nýsköpun í gangi? Er urðunarskattur góð hugmynd? Hvað er atvinnulífið að gera, hvað segja stjórnvöld og hvar liggja tækifærin? Þessum spurningum og miklu fleirum ætlum við að reyna að svara á ráðstefnu FENÚR þann 17. október milli kl.13.00 – 17.00 á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á fenur@fenur.is. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri FENÚR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sorpa Umhverfismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir síðan plast var fyrst kynnt til sögunnar um miðja síðustu öld? Rúmlega 90% af því plasti sem er framleitt, er ekki endurunnið og það tekur plast mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára að brotna niður. Á hverju ári fara a.m.k. 8 milljónir tonna af plasti í hafið. Það jafngildir því að tæma fullan farm af vörubíl í sjóinn á hverri mínútu. Áætlað er að þettta magn aukist í tvo vörubíla á mínútu árið 2030 og fjögur hlöss á mínútu árið 2050. Ef plastmengun verður ekki stöðvuð, mun plast í hafinu vega meira en allir fiskarnir í sama sjó árið 2050. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Mikilvægt er að hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og við sem þjóð þurfum að tryggja að þessi mál séu eins og best verður á kosið. Fimmtudaginn 17. október stendur FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang - fyrir ráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið verður plast. Hver er staðan og hvert stefnum við sem þjóð? Einn helsti sérfræðingur í málefnum plasts, Paul Rendle-Barnes, verður sérstakur gestur á ráðstefnunni en hann þekkir vel til þessara mála. Hann hefur mikla þekkingu á því hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi og hefur m.a. verið ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hvað erum við að gera við plastið og hvaða leiðir eru í boði? Stöndum við Íslendingar okkur vel þegar kemur að umhverfis- og úrgangsmálum. Er einhver nýsköpun í gangi? Er urðunarskattur góð hugmynd? Hvað er atvinnulífið að gera, hvað segja stjórnvöld og hvar liggja tækifærin? Þessum spurningum og miklu fleirum ætlum við að reyna að svara á ráðstefnu FENÚR þann 17. október milli kl.13.00 – 17.00 á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á fenur@fenur.is. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri FENÚR.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun