Tveggja vikna afplánun Felicity Huffman hófst í gær Sylvía Hall skrifar 16. október 2019 09:05 Felicity Huffman ásamt eiginmanni sínum, William H. Macy, fyrir utan dómstól í Boston í september. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í víðfrægri háskólasvikamyllu. Leikkonan játaði að hafa ráðið manneskju til þess að leiðrétta svör dóttur sinnar á inntökuprófi fyrir háskóla. Sjá einnig: Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Huffman bað um að fá að afplána dóm sinn í fangelsi nærri fjölskyldu sinni en henni var gefinn frestur til 25. október til þess að hefja afplánun. Þá þarf hún einnig að skila af sér 250 tímum í samfélagsþjónustu. Leikkonan játaði sekt sína í maímánuði og gekkst við því að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali í þjónustu til þess að koma dóttur sinni inn í háskóla. Upphæðin samsvarar tæplega tveimur milljón íslenskra króna á núverandi gengi. Ástæðuna segir hún vera ótta um að slæmar einkunnir dóttur hennar myndu koma í veg fyrir að hún kæmist inn í draumaskólann. Við dómsuppkvaðningu í september sagðist leikkonan iðrast gjörða sinna. „Ég var hrædd, ég var vitlaus og ég gerði rangt. Ég skammast mín verulega fyrir það sem ég hef gert.“ Saksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við svikular innritanir á nemendum í háskóla á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í víðfrægri háskólasvikamyllu. Leikkonan játaði að hafa ráðið manneskju til þess að leiðrétta svör dóttur sinnar á inntökuprófi fyrir háskóla. Sjá einnig: Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Huffman bað um að fá að afplána dóm sinn í fangelsi nærri fjölskyldu sinni en henni var gefinn frestur til 25. október til þess að hefja afplánun. Þá þarf hún einnig að skila af sér 250 tímum í samfélagsþjónustu. Leikkonan játaði sekt sína í maímánuði og gekkst við því að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali í þjónustu til þess að koma dóttur sinni inn í háskóla. Upphæðin samsvarar tæplega tveimur milljón íslenskra króna á núverandi gengi. Ástæðuna segir hún vera ótta um að slæmar einkunnir dóttur hennar myndu koma í veg fyrir að hún kæmist inn í draumaskólann. Við dómsuppkvaðningu í september sagðist leikkonan iðrast gjörða sinna. „Ég var hrædd, ég var vitlaus og ég gerði rangt. Ég skammast mín verulega fyrir það sem ég hef gert.“ Saksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við svikular innritanir á nemendum í háskóla á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10
Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50
Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36