Horfði tignarlegur á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:45 Kim á leið upp Paektu á fáki sínum. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA Norður-Kórea Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA
Norður-Kórea Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira