Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 14:22 Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann. Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst óska eftir frestun á útgöngu landsins úr Evrópusambandinu fram yfir 31. október, takist ekki að fá breska þingið til að samþykkja útgöngusamning fyrir laugardag. Þetta staðfestir Brexitmálaráðherrann Stephen Barclay.Barclay greindi þingnefnd frá því að forsætisráðherrann muni fara að þeim lögum sem þingið samþykkti í síðasta mánuði og er ætlað að koma í veg fyrir að Bretlands gangi úr sambandinu í lok mánaðar án samnings. Lögin sem um ræðir neyða Johnson til að fara fram á þriggja mánaða frestun á útgöngu sem myndi þýða að Bretland gengi úr ESB síðasta dag janúarmánaðar 2020. Johnson hefur ítrekað lofað því að koma Bretlandi út úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Myndi hann frekar vilja „vera dauður í skurði“ en að óska eftir frekari frestun.Viðræður í Downingstræti Leiðtogar Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) hafa átt í viðræðum við Johnson í Downing stræti 10 í dag til að ræða mögulegan útgöngusamning, en DUP ver stjórn Íhaldsflokksins falli. Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. Enn er deilt um fyrirkomulag varðandi tolla og skattamál, sem og hvernig málum skuli háttað á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Johnson verður að ná að sannfæra þingmenn DUP og Brexit-sinna í Íhaldsflokknum um að samþykkja samninginn þannig að náist að koma honum í gegnum þingið. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst óska eftir frestun á útgöngu landsins úr Evrópusambandinu fram yfir 31. október, takist ekki að fá breska þingið til að samþykkja útgöngusamning fyrir laugardag. Þetta staðfestir Brexitmálaráðherrann Stephen Barclay.Barclay greindi þingnefnd frá því að forsætisráðherrann muni fara að þeim lögum sem þingið samþykkti í síðasta mánuði og er ætlað að koma í veg fyrir að Bretlands gangi úr sambandinu í lok mánaðar án samnings. Lögin sem um ræðir neyða Johnson til að fara fram á þriggja mánaða frestun á útgöngu sem myndi þýða að Bretland gengi úr ESB síðasta dag janúarmánaðar 2020. Johnson hefur ítrekað lofað því að koma Bretlandi út úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Myndi hann frekar vilja „vera dauður í skurði“ en að óska eftir frekari frestun.Viðræður í Downingstræti Leiðtogar Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) hafa átt í viðræðum við Johnson í Downing stræti 10 í dag til að ræða mögulegan útgöngusamning, en DUP ver stjórn Íhaldsflokksins falli. Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. Enn er deilt um fyrirkomulag varðandi tolla og skattamál, sem og hvernig málum skuli háttað á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Johnson verður að ná að sannfæra þingmenn DUP og Brexit-sinna í Íhaldsflokknum um að samþykkja samninginn þannig að náist að koma honum í gegnum þingið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30