Grunaður um að hafa haldið fjölskyldunni fanginni á bóndabýlinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 22:45 Bóndabýlið þar sem fjölskyldan fannst. epa/Wilbert Bijzitter 58 ára gamall maður hefur verið handtekinn í Hollandi, grunaður um að hafa haldið hollenskri fjölskyldu fanginni á afskekktu bóndabýli í allt að því áratug að því er talið er. Á vef BBC segir að maðurinn, Josef B, sé frá Austurríki. Hann var handtekinn í gær, sama dag og fjölskyldan fannst, fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu þegar hún var við leit á bóndabýlinu. Mun hann koma fyrir dómara á morgun. Maðurinn leigir bóndabýlið en óvíst er hvaða tengsl hann hefur við fjölskylduna. Í tilkynningu frá hollensku lögreglunni í dag sagði að hún hefði fundið sex manns í litlu rými á bóndabýlinu. Ekki var um kjallarann að ræða, eins og sagt var frá í fyrstu, en rýminu var hægt að læsa. Þá hefur lögreglan ekki staðfest fregnir þess efnis að fjölskyldan væri á býlinu að bíða eftir heimsendi. „Það er óljóst hvort þau hafi verið þarna af fúsum og frjálsum vilja. Þau gætu hafa verið þarna í níu ár. Þau segjast vera fjölskylda, faðir og fimm börn,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar. Börnin eru uppkomin, á aldrinum 18 til 25 ára. Ekkert þeirra er á skrá hjá yfirvöldum og heldur ekki maðurinn sem þau segja vera föður sinn. Lögreglan fann fólkið í kjölfar þess að einn fjölskyldumeðlimur, 25 ára maður sem heitir Jan, fór á bar í smábænum Ruinerwold, í nágrenni bóndabýlisins, og pantaði sér bjór. Hann ræddi við bareigandann, sagðist hafa flúið og að hann þyrfti aðstoð. Eigandinn kallaði þá til lögreglu sem fór á bóndabýlið og fann systkini Jan og fjölskylduföðurinn. Holland Tengdar fréttir Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
58 ára gamall maður hefur verið handtekinn í Hollandi, grunaður um að hafa haldið hollenskri fjölskyldu fanginni á afskekktu bóndabýli í allt að því áratug að því er talið er. Á vef BBC segir að maðurinn, Josef B, sé frá Austurríki. Hann var handtekinn í gær, sama dag og fjölskyldan fannst, fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu þegar hún var við leit á bóndabýlinu. Mun hann koma fyrir dómara á morgun. Maðurinn leigir bóndabýlið en óvíst er hvaða tengsl hann hefur við fjölskylduna. Í tilkynningu frá hollensku lögreglunni í dag sagði að hún hefði fundið sex manns í litlu rými á bóndabýlinu. Ekki var um kjallarann að ræða, eins og sagt var frá í fyrstu, en rýminu var hægt að læsa. Þá hefur lögreglan ekki staðfest fregnir þess efnis að fjölskyldan væri á býlinu að bíða eftir heimsendi. „Það er óljóst hvort þau hafi verið þarna af fúsum og frjálsum vilja. Þau gætu hafa verið þarna í níu ár. Þau segjast vera fjölskylda, faðir og fimm börn,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar. Börnin eru uppkomin, á aldrinum 18 til 25 ára. Ekkert þeirra er á skrá hjá yfirvöldum og heldur ekki maðurinn sem þau segja vera föður sinn. Lögreglan fann fólkið í kjölfar þess að einn fjölskyldumeðlimur, 25 ára maður sem heitir Jan, fór á bar í smábænum Ruinerwold, í nágrenni bóndabýlisins, og pantaði sér bjór. Hann ræddi við bareigandann, sagðist hafa flúið og að hann þyrfti aðstoð. Eigandinn kallaði þá til lögreglu sem fór á bóndabýlið og fann systkini Jan og fjölskylduföðurinn.
Holland Tengdar fréttir Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. 15. október 2019 22:15