Hugaðu að starfsþróun í háskólanámi María Dóra Björnsdóttir og Jónína Kárdal skrifar 20. október 2019 10:00 Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að mennta nemendur til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Á árunum 2016 til 2018 útskrifaði skólinn á bilinu 2.800 til 3000 nemendur árlega og ráða flestir þeirra sig til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum að námi loknu eða stofna eigin fyrirtæki. Í opinberri umræðu hefur komið fram að vinnumarkaðurinn muni taka miklum breytingum næstu árin samfara fjórðu iðnbyltingunni. Það leiðir hugann að því hvernig háskólanemendur geta annars vegar undirbúið sig sem best meðan á námi stendur til þátttöku á breyttum vinnumarkaði og hins vegar hvernig hægt er að styðja þá í því ferli. Í þessu samhengi er vert að nefna að atvinnuhæfnivísar til færni, skilnings og persónulegra eiginleika einstaklings sem auka líkur á því að viðkomandi fái vinnu að loknu háskólanámi og nái árangri í því starfi sem verður fyrir valinu. Það er augljóst að háskólanemar hafa sérhæfða þekkingu sem tengist námi þeirra og háskólagráðu en ýmislegt fleira skiptir máli sem þeir geta haft áhrif á meðan á námi stendur. Það er því mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir þeim færniþáttum sem þeir búa þegar yfir, setji sér markmið varðandi nám og störf og hefjist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og því viljum við vekja athygli á sérþekkingu, starfi og þjónustu fagstéttarinnar í þágu nemenda. Náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastigum eru sérstaklega menntaðir til að styðja við starfsþróun einstaklinga. Hún stendur ævilangt og felst m.a. í stjórna eigin námi, vinnu, tómstundum og takast á við breytingar, s.s. námslok, í þeim tilgangi að færast nær þeirri framtíð sem hann eða hún hefur ákveðið að skapa sér. Við upphaf háskólanáms er mismunandi hversu skýra framtíðarsýn nemendur hafa um áframhaldandi menntun að loknu grunnnámi eða þátttöku á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á margvíslega þjónustu og fræðslu til að styðja við starfsþróun háskólanemenda og styrkja atvinnuhæfni þeirra og getu til að stjórna eigin starfsferli. Má meðal annars nefna ráðgjöf um námsval út frá áhuga og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu um tímastjórnun og markmiðssetningu til að halda betur utan um nám, einstök verkefni og próf, leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og ferilmöppu ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl og fræðslu um mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og vinna markvisst að faglegu orðspori. Háskólanám er hluti af starfsferli þeirra sem það kjósa og námstími nemenda leggur grunn að því sem þeir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Það er því til mikils að vinna að nýta vel bæði tímann og þjónustuna sem er í boði.María Dóra Björnsdóttir deildarstjóriJónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafiNáms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að mennta nemendur til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Á árunum 2016 til 2018 útskrifaði skólinn á bilinu 2.800 til 3000 nemendur árlega og ráða flestir þeirra sig til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum að námi loknu eða stofna eigin fyrirtæki. Í opinberri umræðu hefur komið fram að vinnumarkaðurinn muni taka miklum breytingum næstu árin samfara fjórðu iðnbyltingunni. Það leiðir hugann að því hvernig háskólanemendur geta annars vegar undirbúið sig sem best meðan á námi stendur til þátttöku á breyttum vinnumarkaði og hins vegar hvernig hægt er að styðja þá í því ferli. Í þessu samhengi er vert að nefna að atvinnuhæfnivísar til færni, skilnings og persónulegra eiginleika einstaklings sem auka líkur á því að viðkomandi fái vinnu að loknu háskólanámi og nái árangri í því starfi sem verður fyrir valinu. Það er augljóst að háskólanemar hafa sérhæfða þekkingu sem tengist námi þeirra og háskólagráðu en ýmislegt fleira skiptir máli sem þeir geta haft áhrif á meðan á námi stendur. Það er því mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir þeim færniþáttum sem þeir búa þegar yfir, setji sér markmið varðandi nám og störf og hefjist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og því viljum við vekja athygli á sérþekkingu, starfi og þjónustu fagstéttarinnar í þágu nemenda. Náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastigum eru sérstaklega menntaðir til að styðja við starfsþróun einstaklinga. Hún stendur ævilangt og felst m.a. í stjórna eigin námi, vinnu, tómstundum og takast á við breytingar, s.s. námslok, í þeim tilgangi að færast nær þeirri framtíð sem hann eða hún hefur ákveðið að skapa sér. Við upphaf háskólanáms er mismunandi hversu skýra framtíðarsýn nemendur hafa um áframhaldandi menntun að loknu grunnnámi eða þátttöku á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á margvíslega þjónustu og fræðslu til að styðja við starfsþróun háskólanemenda og styrkja atvinnuhæfni þeirra og getu til að stjórna eigin starfsferli. Má meðal annars nefna ráðgjöf um námsval út frá áhuga og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu um tímastjórnun og markmiðssetningu til að halda betur utan um nám, einstök verkefni og próf, leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og ferilmöppu ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl og fræðslu um mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og vinna markvisst að faglegu orðspori. Háskólanám er hluti af starfsferli þeirra sem það kjósa og námstími nemenda leggur grunn að því sem þeir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Það er því til mikils að vinna að nýta vel bæði tímann og þjónustuna sem er í boði.María Dóra Björnsdóttir deildarstjóriJónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafiNáms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar