Sá Meghan lekann fyrir? Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 08:18 Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, höfðar nú mál gegn götublaðinu Mail on Sunday. Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, stendur sjálfur í málaferlum gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Vísir/getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. Þetta er talið benda til þess að Meghan hafi mögulega séð lekann fyrir. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta upp úr gögnum máls sem hertogaynjan höfðar nú gegn götublaðinu Mail on Sunday, sem birti bréfið. Hún sakar blaðið um brot á höfundarréttarlögum og brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Lögmenn Meghan halda því m.a. fram að blaðið hafi aðeins birt valda hluta úr bréfinu og þannig tekið efni þess úr samhengi. Þannig hafi það ekki birt efnisgreinar þar sem hún gagnrýndi bresku götublöðin harðlega, auk athugasemda þar sem hún lýsti einlægum áhyggjum af heilsu og velferð föður síns. Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Þá hafi blaðið ekki leitað viðbragða hjá Meghan eða fulltrúa konungsfjölskyldunnar áður en bréfið var birt, og ekki látið hana vita af birtingu þess yfir höfuð. Meghan skrifaði bréfið í ágúst 2018. Í því grátbiður hún föður sinn um að hætta að ræða einkamál hennar við blaðamenn og kvað hann hafa brotið hjarta sitt í „milljón bita“ með því að veita ítrekuð viðtöl um samband hennar við Harry Bretaprins, sem nú er eiginmaður hennar. Faðir Markle tjáði sig um málið í forsíðuviðtali við Mail on Sunday í byrjun þessa mánaðar. Þar kvaðst hann hafa verið „miður sín“ þegar hann heyrði af því að tilvist bréfsins hefði kvisast út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi þess eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Harry Bretaprins höfðar nú sjálfur mál gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Hann heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. Þetta er talið benda til þess að Meghan hafi mögulega séð lekann fyrir. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta upp úr gögnum máls sem hertogaynjan höfðar nú gegn götublaðinu Mail on Sunday, sem birti bréfið. Hún sakar blaðið um brot á höfundarréttarlögum og brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Lögmenn Meghan halda því m.a. fram að blaðið hafi aðeins birt valda hluta úr bréfinu og þannig tekið efni þess úr samhengi. Þannig hafi það ekki birt efnisgreinar þar sem hún gagnrýndi bresku götublöðin harðlega, auk athugasemda þar sem hún lýsti einlægum áhyggjum af heilsu og velferð föður síns. Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Þá hafi blaðið ekki leitað viðbragða hjá Meghan eða fulltrúa konungsfjölskyldunnar áður en bréfið var birt, og ekki látið hana vita af birtingu þess yfir höfuð. Meghan skrifaði bréfið í ágúst 2018. Í því grátbiður hún föður sinn um að hætta að ræða einkamál hennar við blaðamenn og kvað hann hafa brotið hjarta sitt í „milljón bita“ með því að veita ítrekuð viðtöl um samband hennar við Harry Bretaprins, sem nú er eiginmaður hennar. Faðir Markle tjáði sig um málið í forsíðuviðtali við Mail on Sunday í byrjun þessa mánaðar. Þar kvaðst hann hafa verið „miður sín“ þegar hann heyrði af því að tilvist bréfsins hefði kvisast út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi þess eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Harry Bretaprins höfðar nú sjálfur mál gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Hann heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11
Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11
Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57