Allsherjarverkfall í Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 19:15 Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi það ofbeldi sem hefur verið beitt undanfarnar nætur. AP/Manu Fernandez Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira