„Það hafa orðið gríðarlegar framfarir, finnst mér, síðustu tvo daga,“ lýsti Trump yfir. Hann bætti við að „við höfum tekið stjórn á olíunni í Mið-Austurlöndum,“ en engar fregnir hafa staðfest þá staðhæfingu.
Hann hélt því fram tvisvar á föstudag að Bandaríkin hefðu „tekið stjórn á olíunni í Mið-Austurlöndum,“ en aðrir opinberir embættismenn Bandaríkjanna hafa ekki náð að útskýra hvað hann átti við með því.
Forsetinn sagði einnig að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, sem og Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), hersveit Kúrda í norðurhluta Sýrlands, væru sammála um að vopnahléið væri skref í rétta átt og að þeir virtu vopnahléið. Þá sagði hann brask sitt í Sýrlandi „örlítið óhefðbundið.“
„Báðar hliðar bera góðan vilja fyrir brjósti og það eru miklar líkur á árangri,“ skrifaði hann á Twitter.
Just spoke to President @RTErdogan of Turkey. He told me there was minor sniper and mortar fire that was quickly eliminated. He very much wants the ceasefire, or pause, to work. Likewise, the Kurds want it, and the ultimate solution, to happen. Too bad there wasn’t.....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019
.....this thinking years ago. Instead, it was always held together with very weak bandaids, & in an artificial manner. There is good will on both sides & a really good chance for success. The U.S. has secured the Oil, & the ISIS Fighters are double secured by Kurds & Turkey....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019

Hluti hersveita Kúrda hafa heitið því að þeir muni ekki hörfa og segja vopnahléið svik af hálfu Bandaríkjanna, en hermenn þeirra hafa barist hlið við hlið í baráttunni gegn ISIS.
DEFEAT TERRORISM! https://t.co/8WbnLPgWIK
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019
Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, sagði að hann efaðist að Tyrkland, ásamt sýrlenskum bandamönnum sínum, gæti vaktað landamærin sem ná frá Efrat fljóti í vestri til landamæranna að Írak, án hjálpar Rússlands eða annarra.
„Það er gríðarleg landsvæði til að vakta og stór hluti þess er óbyggt,“ sagði Edelman. „Það þýðir líklegast að þeir hafa þegar komist að samkomulagi við Rússana eða Írani.“
Þrátt fyrir þetta ítrekaði Trump að friður ríkti.
„Það er vopnahlé eða pása eða hvað þú vilt kalla það,“ sagði hann. „Það voru einhverjar skothríðir í morgun,“ auk þess sem sprengjum var varpað en það var fljótt stöðvað og svæðið er nú aftur í „pásu,“ sagði forsetinn.
Þá sagði forsetinn að einhverjar evrópskar þjóðir hafi samþykkt að taka ábyrgð á löndum sínum sem hefðu gengið til liðs við ISIS en væru nú fangar.
„Allavega, miklar framfarir í gangi,“ skrifaði Trump á Twitter.
....I have just been notified that some European Nations are now willing, for the first time, to take the ISIS Fighters that came from their nations. This is good news, but should have been done after WE captured them. Anyway, big progress being made!!!!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2019
Þetta staðfesti þó Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að hann ræddi við fulltrúa NATO um mál Sýrlands í dag. „Við höfum fengið svör frá nokkrum löndum í dag um að þau séu tilbúin til að taka við þessum vígamönnum.“ Hann greindi þó ekki frá því hvaða lönd þetta væru.