Réttur til að eignast félagslegt leiguhúsnæði Egill Þór Jónsson skrifar 19. október 2019 14:23 Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar