Sport

Einn frægasti frjálsíþróttaþjálfari heims og fyrrum þjálfari Mo Farah dæmdur í fjögurra ára bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salazar í miðjunni og Farah til hægri.
Salazar í miðjunni og Farah til hægri. vísir/getty
Alberto Salazar, fyrrum þjálfari Mo Farah, hefur verið bannaður frá frjálsum íþróttum í fjögur ár vegna brot á reglum um lyfjanotkun.

Salazar er yfir Nike Oregon verkefninu og hinn magnaði Mo var í liði hans frá 2011 til 2017 en bann Salazar kemur fjórum árum eftir að bandaríska lyfjasambandið byrjaði að rannsaka hann.

Hann er 61 árs gamall og er hann talinn hafa unnið með innkirtlafræðingnum, Jeffrey Brown, til þess að auðvelda íþróttafólki að misnota lyf.







Mo Farah yfirgaf Salazar í október 2017 en hann sagði að ákvörðunin hafi ekkert með lyfjaásakirnar að gera.

Hann vann Ólympíugull í fimm og tíu kílómetrahlaupi í London 2010 og svo í Río 2016 og hefur unnið marga heimsmeistaratitla, þann síðasta í Chicago árið 2018 á nýju Evrópumeti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×