Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á Hóla Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2019 09:55 Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor og Sæmundur Sveinsson, settur rektor Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2017. Mynd/Samsett Landbúnaðarháskóli Íslands fór ekki eftir lögum þegar fyrrverandi prófessor við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi árið 2018. Þetta er álit umboðsmanns alþingis. Málið á upptök sín í tölvupósti sem prófessorinn sendi samstarfsmönnum sínum, þar sem hún sakaði skólann um skoðanakúgun. Þá áminnir umboðsmaður einnig menntamálaráðuneytið vegna aðkomu þess að málinu. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, fyrrverandi prófessor við Landbúnaðarháskólann, kvartaði í fyrra yfir ákvörðun setts rektors skólans, Sæmundar Sveinssonar, um að áminna hana í starfi. Þá kvartaði hún einnig vegna samkomulags um flutning hennar í starfi til Háskólans á Hólum. Í áminningunni var vísað til niðurstöðu siðanefndar skólans um að prófessorinn hefði brotið siðareglur með ummælum í tölvupósti til starfsmanna skólans. Fjallað var um málið í Stundinni á sínum tíma en málsatvik eru einnig rakin í áliti umboðsmanns alþingis sem birt hefur verið á vef embættisins.Skoðanakúgun og ritskoðun Í tölvupóstinum kvartaði Anna Guðrún undan ráðstefnu á vegum Landbúnaðarháskólans um landnotkun og loftslagsmál sem haldin var í Hörpu þann 18. maí 2017. Hún sagði ráðstefnuna „undirbúna og keyrða fram af tilteknum hópi innan skólans sem hefur á undanförnum árum beint sérstaklega spjótum sínum gegn bændum og beitarnýtingu á mjög óvandaðan, óvísindalegan og óvæginn hátt.“ Þá gagnrýndi hún að litið hefði verið fram hjá sér við skipulagningu ráðstefnunnar, þrátt fyrir sérþekkingu hennar á sviði landnotkunar og loftslagsmála. Einnig sagði hún að síðustu ár hefði borið á því innan skólans að „tilteknar skoðanir skuli útiloka og þeir sem þær hafa eru sniðgengnir á þann hátt að helst má líkja við einelti.“ Ummæli Önnu Guðrúnar í tölvupóstinum voru kærð til siðanefndar Landbúnaðarháskólans. Ummælin sem lýst er hér að ofan voru metin brotleg, sem og eftirfarandi ummæli: „Háskóli sem er rekinn fyrir opinbert fé og hefur í frammi slíka skoðanakúgun, ritskoðun og framkomu við eigin vísindamenn þarfnast verulegrar skoðunar.“ Þá var þess getið að kærandi sat í undirbúningsnefnd umræddrar ráðstefnu og lagði nefndin til grundvallar að með réttu hefði mátt telja að ummæli prófessorsins hefðu fyrst og fremst beinst að hans störfum. Dró fyrirætlanir um uppsögn til baka Anna Guðrún dró ummæli sín þó að lokum til baka og baðst afsökunar á þeim. Þó var ákveðið að segja henni upp með hliðsjón af niðurstöðu siðanefndar en rektor ákvað síðar að falla frá uppsögninni með vísan til meðalhófsreglunnar. Önnu Guðrúnu yrði því veitt skrifleg áminning fyrir ummæli sín. Í gögnum málsins liggja fyrir „umfangsmikil og ítrekuð samskipti“ um flutning Önnu Guðrúnar í starfi, með verulegri aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þannig lagði ráðuneytið til í tölvupósti til rektors í desember 2017 að aðilar máls „láti öll áform um áminningar og „klögumál“ niður falla þar með.“ Flutningur stöðugildisins sé aðgerð sem sé til þess fallin að leysa málið í heild sinni.Anna Guðrún hóf störf við Hólaskóla í mars í fyrra.Mynd/VísirÍ svari rektors segir: „Varðandi áminningar, þá er ég s.s. alveg opinn fyrir því að skoða að sleppa áminningu EF ég fæ það 100% staðfest að prófessorsstaðan flytjist. Ég sleppi henni ekki fyrr.“ Í samskiptum málsaðila og ráðuneytisins í kjölfarið er jafnramt lýst „alvarlegri“ stöðu sem komin hafði verið upp í starfsmannamálum skólans. Að endingu var yfirlýsing um flutning Önnu Guðrúnar í starfi undirrituð í mars árið 2018. Þar segir að flutningurinn gildi í tíu ár. Einnig dró Landbúnaðarháskólinn áminninguna til baka.„Hatrammar deilur“ og óstarfhæfur skóli Í áliti umboðsmanns kemur fram að ljóst sé að ágreiningur og samskiptaörðugleikar hafi verið innan Landbúnaðarháskólans um langt skeið, þ. á m. milli starfsmanna um fagleg málefni. Þá er einnig vísað til skýrslu tveggja sálfræðinga í tilefni af kvörtun Önnu Guðrúnar. Í skýrslunni sé að finna „greinargóða lýsingu á þeim hatrömmu deilum“ sem hafi staðið yfir um árabil innan Landbúnaðarháskólans. Þá hafi skólinn verið „óstarfhæfur um langan tíma vegna ágreiningsmála og úrræðaleysis stjórnenda við að taka á brýnum starfsmannamálum.“ Skólinn og ráðuneytið áminnt Umboðsmaður komst að endingu að þeirri niðurstöðu að meðferð Landbúnaðarháskólans á málum Önnu Guðrúnar, þ.e. bæði er varðaði áminninguna og afturköllun hennar annars vegar og gerð samkomulags um flutning í starfi hins vegar, hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi ákvæði í samkomulaginu um að hvorki Anna Guðrún né háskólinn hefðu uppi frekari málaferli eða önnur eftirmál á hendur hinu vegna starfslokanna verið umfram heimildir stjórnvalda. Einnig beindi umboðsmaður því til skólans að leiðrétta hlut hennar. Umboðsmaður taldi einnig að skort hefði aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að málinu. Þá sagði hann að mál Önnu Guðrúnar endurspegli með ákveðnum hætti sjónarmið og álitaefni sem reynt hefur á í tengslum við önnur mál sem honum hefði borist að undanförnu varðandi mennta- og menningarmálaráðuneytið. Taldi umboðsmaður rétt að vekja sérstaka athygli ráðuneytisins á þessu. „[…] og kem jafnframt þeirri ábendingu á framfæri að það geri viðeigandi ráðstafanir til að starfshættir þess, verklag og meðferð mála verði framvegis betur úr garði gerð að þessu leyti.“ Borgarbyggð Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Landbúnaðarháskóli Íslands fór ekki eftir lögum þegar fyrrverandi prófessor við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi árið 2018. Þetta er álit umboðsmanns alþingis. Málið á upptök sín í tölvupósti sem prófessorinn sendi samstarfsmönnum sínum, þar sem hún sakaði skólann um skoðanakúgun. Þá áminnir umboðsmaður einnig menntamálaráðuneytið vegna aðkomu þess að málinu. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, fyrrverandi prófessor við Landbúnaðarháskólann, kvartaði í fyrra yfir ákvörðun setts rektors skólans, Sæmundar Sveinssonar, um að áminna hana í starfi. Þá kvartaði hún einnig vegna samkomulags um flutning hennar í starfi til Háskólans á Hólum. Í áminningunni var vísað til niðurstöðu siðanefndar skólans um að prófessorinn hefði brotið siðareglur með ummælum í tölvupósti til starfsmanna skólans. Fjallað var um málið í Stundinni á sínum tíma en málsatvik eru einnig rakin í áliti umboðsmanns alþingis sem birt hefur verið á vef embættisins.Skoðanakúgun og ritskoðun Í tölvupóstinum kvartaði Anna Guðrún undan ráðstefnu á vegum Landbúnaðarháskólans um landnotkun og loftslagsmál sem haldin var í Hörpu þann 18. maí 2017. Hún sagði ráðstefnuna „undirbúna og keyrða fram af tilteknum hópi innan skólans sem hefur á undanförnum árum beint sérstaklega spjótum sínum gegn bændum og beitarnýtingu á mjög óvandaðan, óvísindalegan og óvæginn hátt.“ Þá gagnrýndi hún að litið hefði verið fram hjá sér við skipulagningu ráðstefnunnar, þrátt fyrir sérþekkingu hennar á sviði landnotkunar og loftslagsmála. Einnig sagði hún að síðustu ár hefði borið á því innan skólans að „tilteknar skoðanir skuli útiloka og þeir sem þær hafa eru sniðgengnir á þann hátt að helst má líkja við einelti.“ Ummæli Önnu Guðrúnar í tölvupóstinum voru kærð til siðanefndar Landbúnaðarháskólans. Ummælin sem lýst er hér að ofan voru metin brotleg, sem og eftirfarandi ummæli: „Háskóli sem er rekinn fyrir opinbert fé og hefur í frammi slíka skoðanakúgun, ritskoðun og framkomu við eigin vísindamenn þarfnast verulegrar skoðunar.“ Þá var þess getið að kærandi sat í undirbúningsnefnd umræddrar ráðstefnu og lagði nefndin til grundvallar að með réttu hefði mátt telja að ummæli prófessorsins hefðu fyrst og fremst beinst að hans störfum. Dró fyrirætlanir um uppsögn til baka Anna Guðrún dró ummæli sín þó að lokum til baka og baðst afsökunar á þeim. Þó var ákveðið að segja henni upp með hliðsjón af niðurstöðu siðanefndar en rektor ákvað síðar að falla frá uppsögninni með vísan til meðalhófsreglunnar. Önnu Guðrúnu yrði því veitt skrifleg áminning fyrir ummæli sín. Í gögnum málsins liggja fyrir „umfangsmikil og ítrekuð samskipti“ um flutning Önnu Guðrúnar í starfi, með verulegri aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þannig lagði ráðuneytið til í tölvupósti til rektors í desember 2017 að aðilar máls „láti öll áform um áminningar og „klögumál“ niður falla þar með.“ Flutningur stöðugildisins sé aðgerð sem sé til þess fallin að leysa málið í heild sinni.Anna Guðrún hóf störf við Hólaskóla í mars í fyrra.Mynd/VísirÍ svari rektors segir: „Varðandi áminningar, þá er ég s.s. alveg opinn fyrir því að skoða að sleppa áminningu EF ég fæ það 100% staðfest að prófessorsstaðan flytjist. Ég sleppi henni ekki fyrr.“ Í samskiptum málsaðila og ráðuneytisins í kjölfarið er jafnramt lýst „alvarlegri“ stöðu sem komin hafði verið upp í starfsmannamálum skólans. Að endingu var yfirlýsing um flutning Önnu Guðrúnar í starfi undirrituð í mars árið 2018. Þar segir að flutningurinn gildi í tíu ár. Einnig dró Landbúnaðarháskólinn áminninguna til baka.„Hatrammar deilur“ og óstarfhæfur skóli Í áliti umboðsmanns kemur fram að ljóst sé að ágreiningur og samskiptaörðugleikar hafi verið innan Landbúnaðarháskólans um langt skeið, þ. á m. milli starfsmanna um fagleg málefni. Þá er einnig vísað til skýrslu tveggja sálfræðinga í tilefni af kvörtun Önnu Guðrúnar. Í skýrslunni sé að finna „greinargóða lýsingu á þeim hatrömmu deilum“ sem hafi staðið yfir um árabil innan Landbúnaðarháskólans. Þá hafi skólinn verið „óstarfhæfur um langan tíma vegna ágreiningsmála og úrræðaleysis stjórnenda við að taka á brýnum starfsmannamálum.“ Skólinn og ráðuneytið áminnt Umboðsmaður komst að endingu að þeirri niðurstöðu að meðferð Landbúnaðarháskólans á málum Önnu Guðrúnar, þ.e. bæði er varðaði áminninguna og afturköllun hennar annars vegar og gerð samkomulags um flutning í starfi hins vegar, hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi ákvæði í samkomulaginu um að hvorki Anna Guðrún né háskólinn hefðu uppi frekari málaferli eða önnur eftirmál á hendur hinu vegna starfslokanna verið umfram heimildir stjórnvalda. Einnig beindi umboðsmaður því til skólans að leiðrétta hlut hennar. Umboðsmaður taldi einnig að skort hefði aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að málinu. Þá sagði hann að mál Önnu Guðrúnar endurspegli með ákveðnum hætti sjónarmið og álitaefni sem reynt hefur á í tengslum við önnur mál sem honum hefði borist að undanförnu varðandi mennta- og menningarmálaráðuneytið. Taldi umboðsmaður rétt að vekja sérstaka athygli ráðuneytisins á þessu. „[…] og kem jafnframt þeirri ábendingu á framfæri að það geri viðeigandi ráðstafanir til að starfshættir þess, verklag og meðferð mála verði framvegis betur úr garði gerð að þessu leyti.“
Borgarbyggð Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira