Segir Trump alltaf hafa verið spilltan Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 14:12 Hillary og Chelsea Clinton ásamt Stephen Colbert. Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45