Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 17:07 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar aðra borgarfulltrúa um skort á faglegri þekkingu í umræðunni um samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. „Vegtollar eru ekki málið, það er gjörsamlega búið að sýna það af sérfræðingum. Hér inni er ekki nema í mesta lagi einn sérfræðingur í þessum málum, það er borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna hann Ólafur Guðmundsson, aðrir eru „amatörar,“ hafa ekki hundsvit á þessu og það má sjá bara einfaldlega í öllum gögnum hérna,“ sagði Kolbrún í umræðu um samkomulagið í borgarstjórn í dag. Sjá einnig: „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Vísaði Kolbrún máli sínu til stuðnings í röksemdafærslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem leggist gegn vegtollum. „Þetta eru mjög sannfærandi rök,“ sagði Kolbrún um leið og hún hvatti aðra borgarfulltrúa til að kynna sér þau. Ummæli Kolbrúnar féllu í grýttan jarðveg. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna var meðal þeirra sem tók til varna. Sagði hún orð Kolbrúnar bæði ósanngjörn og ósmekkleg auk þess sem hún væri að draga úr trúverðugleika helstu sérfræðinga landsins í samgöngumálum. Þá hæddist Kolbrún einnig að orðum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs, sem hafði í ræðu sinni nefnt að stefnan væri að stutt yrði í borgarlínu frá flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu. „Í alvöru talað, húsnæði fyrir alla nálægt borgarlínu?“ sagði Kolbrún og flissaði. „Samkvæmt því sem að við höfum séð þá eru stöðvar borgarlínu náttúrlega aldrei að geta komið alveg upp að dyrum hjá fólki alls staðar í öllum hverfum borgarinnar. Hér er ekkert raunsæi í gangi hjá borgarfulltrúanum Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,“ sagði Kolbrún. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar aðra borgarfulltrúa um skort á faglegri þekkingu í umræðunni um samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. „Vegtollar eru ekki málið, það er gjörsamlega búið að sýna það af sérfræðingum. Hér inni er ekki nema í mesta lagi einn sérfræðingur í þessum málum, það er borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna hann Ólafur Guðmundsson, aðrir eru „amatörar,“ hafa ekki hundsvit á þessu og það má sjá bara einfaldlega í öllum gögnum hérna,“ sagði Kolbrún í umræðu um samkomulagið í borgarstjórn í dag. Sjá einnig: „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Vísaði Kolbrún máli sínu til stuðnings í röksemdafærslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem leggist gegn vegtollum. „Þetta eru mjög sannfærandi rök,“ sagði Kolbrún um leið og hún hvatti aðra borgarfulltrúa til að kynna sér þau. Ummæli Kolbrúnar féllu í grýttan jarðveg. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna var meðal þeirra sem tók til varna. Sagði hún orð Kolbrúnar bæði ósanngjörn og ósmekkleg auk þess sem hún væri að draga úr trúverðugleika helstu sérfræðinga landsins í samgöngumálum. Þá hæddist Kolbrún einnig að orðum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs, sem hafði í ræðu sinni nefnt að stefnan væri að stutt yrði í borgarlínu frá flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu. „Í alvöru talað, húsnæði fyrir alla nálægt borgarlínu?“ sagði Kolbrún og flissaði. „Samkvæmt því sem að við höfum séð þá eru stöðvar borgarlínu náttúrlega aldrei að geta komið alveg upp að dyrum hjá fólki alls staðar í öllum hverfum borgarinnar. Hér er ekkert raunsæi í gangi hjá borgarfulltrúanum Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,“ sagði Kolbrún.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira