Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 23:11 Harry segir erfitt að horfa upp á konu sína verða fórnarlamb sömu afla og Díana. Samsett mynd/Getty Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday fyrir að birta í leyfisleysi handskrifað bréf hennar. Bréfið skrifaði hertogaynjan til föður síns, en samband þeirra er mjög flókið og hafa slúðurblöð í Bretlandi fjallað mikið um það síðustu ár. Harry hertoginn af Sussex segir að hann geti ekki lengur setið hjá á meðan fjölmiðlar birti lygar um Meghan. Lögfræðifyrirtækið Schillings sér um málið fyrir hertogaynjuna af Sussex. Saka þeir breska blaðið meðal annars um herferð falsfrétta og niðrandi frásagna sem og brot á einkaréttarvörðuefni. Hertogahjónin ætla að greiða fyrir þetta dómsmál úr eigin vasa. Kemur fram í tilkynningu þeirra að ef þau vinna málið ætla þau að gefa skaðabæturnar til góðgerðasamtaka sem berjast gegn einelti. Meghan og Harry með soninn Archie.vísir/getty Í ítarlegri yfirlýsingu frá Bretaprinsinum sem birtist á heimasíðu hjónanna í dag segir meðal annars að umfjöllun fjölmiðla hafi verið „sársaukafull“ og full af lygum. Í tilkynningunni segir Harry að hjónin trúi á frelsi fjölmiðla og sjái þá sem hornstein lýðræðis. Segir hann að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni. „Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“ Samkvæmt frétt BBC segir talsmaður Mail on Sunday að miðillinn standi við sinn fréttaflutning og muni verjast málinu af hörku. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07 Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday fyrir að birta í leyfisleysi handskrifað bréf hennar. Bréfið skrifaði hertogaynjan til föður síns, en samband þeirra er mjög flókið og hafa slúðurblöð í Bretlandi fjallað mikið um það síðustu ár. Harry hertoginn af Sussex segir að hann geti ekki lengur setið hjá á meðan fjölmiðlar birti lygar um Meghan. Lögfræðifyrirtækið Schillings sér um málið fyrir hertogaynjuna af Sussex. Saka þeir breska blaðið meðal annars um herferð falsfrétta og niðrandi frásagna sem og brot á einkaréttarvörðuefni. Hertogahjónin ætla að greiða fyrir þetta dómsmál úr eigin vasa. Kemur fram í tilkynningu þeirra að ef þau vinna málið ætla þau að gefa skaðabæturnar til góðgerðasamtaka sem berjast gegn einelti. Meghan og Harry með soninn Archie.vísir/getty Í ítarlegri yfirlýsingu frá Bretaprinsinum sem birtist á heimasíðu hjónanna í dag segir meðal annars að umfjöllun fjölmiðla hafi verið „sársaukafull“ og full af lygum. Í tilkynningunni segir Harry að hjónin trúi á frelsi fjölmiðla og sjái þá sem hornstein lýðræðis. Segir hann að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni. „Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“ Samkvæmt frétt BBC segir talsmaður Mail on Sunday að miðillinn standi við sinn fréttaflutning og muni verjast málinu af hörku.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07 Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07
Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28
Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04