Innlent

Stormur við suð­vestur­ströndina í kvöld

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það gæti blásið hressilega í höfuðborginni í kvöld.
Það gæti blásið hressilega í höfuðborginni í kvöld. Vísir/vilhelm
Í dag má búast við suðaustan kalda og stöku skúrum sunnan- og vestanlands. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi og víða léttskýjað. Hiti 3 til 10 stig. Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm við suðvesturströndina seint í kvöld.

Næstu daga er útlit fyrir stífa suðaustanátt og milt veður. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart veður norðaustantil á landinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 8-13 og smáskúrir í dag, en hægari og víða léttskýjað N- og A-lands. Suðaustan 15-23 m/s við suðvesturströndina seint í kvöld og fram eftir degi á morgun. Rigning með köflum á morgun, en þurrt og bjart veður á N- og NA-landi. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðaustan 8-13 m/s, en 13-20 SV-til um morguninn. Þurrt og bjart veður á N- og NA-landi, annars súld eða rigning með köflum. Hiti 5 til 10 stig.

Á föstudag:

Suðaustan 8-15 m/s, en 15-20 við suðurströndina.

Skýjað og úrkomulítið, en léttskýjað N-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðan heiða.

Á laugardag:

Allhvöss eða hvöss suðaustanátt og súld eða rigning syðra, en þurrt og bjart veður N-lands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Suðaustan- og austanátt, rigning með köflum og milt veður, en úrkomulítið á N-landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×