Óttast markaðsvæðingu samgöngukerfisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 15:17 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Fréttablaðið/Stefán Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Með þessi fyrirhuguðu veggjöld þá náttúrlega höfum við áhyggjur af því að þetta geti opnað á einkavæðingu,“ segir Sanna í samtali við Vísi en hún lýsti þessum sjónarmiðum einnig á fundi borgarstjórnar í gær þar sem fram fór fyrri umræða um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Hún fagnar því að gera eigi úrbætur, einkum á almenningssamgöngukerfinu, en setur þó spurningamerki við þær hugmyndir að fjármagna stóran hluta kostnaðar með veggjöldum í einhvers konar útfærslu. „Maður spyr sig náttúrlega hver myndi þá sjá um þetta og það yrði þá væntanlega einhver sem myndi þurfa að fylgjast með þessu kerfi og maður hefur áhyggjur af því að þetta sé skref í átt að markaðsvæðingu.“ Það sé að hennar mati áhyggjuefni ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu samgöngukerfisins úr sameiginlegum sjóðum. „Þar að auki eru þetta gjöld sem að myndu alltaf leggjast þyngst á láglaunafólk af því að þetta er náttúrlega alltaf hlutfallslega meira af tekjum þeirra heldur en tekjum annarra.“ Hún vilji frekar skoða aðra kosti, til dæmis að leggja á svokallað kílómetragjald. „Þá væri bara hægt að skoða bara í rauninni hvað viðkomandi hefur ekið marga kílómetra og hann myndi þá bara greiða af því. Það væri þá bara einhver gjaldskrá til dæmis þar sem að væri kannski ákveðið gjald fyrir bensínbíla, ákveðið gjald fyrir vistvæna bíla, og inn í það væri þá hægt að setja kannski að þeir sem að væru tekjulægstir greiði þá aldrei meira en eitthvað visst,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07 „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Með þessi fyrirhuguðu veggjöld þá náttúrlega höfum við áhyggjur af því að þetta geti opnað á einkavæðingu,“ segir Sanna í samtali við Vísi en hún lýsti þessum sjónarmiðum einnig á fundi borgarstjórnar í gær þar sem fram fór fyrri umræða um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Hún fagnar því að gera eigi úrbætur, einkum á almenningssamgöngukerfinu, en setur þó spurningamerki við þær hugmyndir að fjármagna stóran hluta kostnaðar með veggjöldum í einhvers konar útfærslu. „Maður spyr sig náttúrlega hver myndi þá sjá um þetta og það yrði þá væntanlega einhver sem myndi þurfa að fylgjast með þessu kerfi og maður hefur áhyggjur af því að þetta sé skref í átt að markaðsvæðingu.“ Það sé að hennar mati áhyggjuefni ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu samgöngukerfisins úr sameiginlegum sjóðum. „Þar að auki eru þetta gjöld sem að myndu alltaf leggjast þyngst á láglaunafólk af því að þetta er náttúrlega alltaf hlutfallslega meira af tekjum þeirra heldur en tekjum annarra.“ Hún vilji frekar skoða aðra kosti, til dæmis að leggja á svokallað kílómetragjald. „Þá væri bara hægt að skoða bara í rauninni hvað viðkomandi hefur ekið marga kílómetra og hann myndi þá bara greiða af því. Það væri þá bara einhver gjaldskrá til dæmis þar sem að væri kannski ákveðið gjald fyrir bensínbíla, ákveðið gjald fyrir vistvæna bíla, og inn í það væri þá hægt að setja kannski að þeir sem að væru tekjulægstir greiði þá aldrei meira en eitthvað visst,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07 „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30
Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15
Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07
„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10