Heimir: Þarf að gjöra svo vel að standa mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2019 16:42 Heimir við af Ólafi Jóhannessyni hjá FH og gerir það aftur hjá Val. vísir/andri marinó Heimir Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Vals. Hann gerði fjögurra ára samning við liðið. Undanfarin tvö ár hefur Heimir þjálfað HB í Færeyjum en í fyrradag gaf félagið það út að hann væri á heimleið. En er langt síðan Heimir byrjaði að hugsa um að koma aftur heim? „Það er ekki langur tími. Valur hafði samband og mér leist strax mjög vel á það, enda Valur flott félag með flotta umgjörð og aðstöðu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild. „Þeir voru með ákveðnar hugmyndir og ég með ákveðnar hugmyndir. Þetta gekk hratt fyrir sig.“ Fleiri íslensk lið höfðu sambandHeimir gerði FH fimm sinnum að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum.vísir/ernirVal gekk illa í sumar og endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla. Fyrir vikið fékk Ólafur Jóhannesson ekki nýjan samning hjá Val þrátt fyrir að hafa unnið fjóra stóra titla sem þjálfari liðsins. Heimir sér sóknarfæri á Hlíðarenda og tækifæri til að gera betur en í sumar. „Það er ljóst að ég tek við mjög góðu búi af Óla Jóh sem gerði flotta hluti hjá Val. Tímabilið í sumar fór ekki eins og menn vildu. Ég þarf að skoða hópinn. Það er fullt af flottum leikmönnum í Val,“ sagði Heimir. En voru fleiri íslensk lið sem vildu fá hann? „Það voru þreifingar og lið sem höfðu samband. En mér leist mjög vel á það sem Valur hafði fram að færa,“ sagði Heimir. „Það er heiður fyrir mig að mér sér treyst fyrir þessu. Ég þarf að gjöra svo vel að standa mig.“ Landsliðsþjálfarastarfið heillaðiHeimir segir ekki loku fyrir það skotið að færeyskir leikmenn muni spila fyrir Val næsta sumar.vísir/eyþórHeimir var m.a. orðaður við starf landsliðsþjálfara Færeyja sem verður laust eftir nokkrar vikur. Hann viðurkennir að landsliðsþjálfarastarfið hafi heillað. „Ég hefði haft áhuga á því en ég heyrði ekkert frá færeyska knattspyrnusambandinu,“ sagði Heimir. Hann útilokar ekki að fá færeyska leikmenn til Vals. „Það er aldrei að vita enda mikill uppgangur í færeyskum fótbolta,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur staðfestir komu Heimis Heimir Guðjónsson stýrir Val næstu fjögur árin. 2. október 2019 16:03 „Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“ Í lokaþætti Pepsi Max-markanna var rætt um þá ákvörðun Vals að bjóða Ólafi Jóhannessyni ekki nýjan samning. 30. september 2019 15:00 Óli Jóh fær ekki nýjan samning hjá Val: „Mat stjórnar að nú þurfi nýjar hendur að taka um stýrið“ Eftir fimm ár á Hlíðarenda er komið að leiðarlokum hjá Ólafi Jóhannessyni og Val. 28. september 2019 16:45 Íslensku þjálfararnir að missa af titlinum í Færeyjum Þap voru margir íslenskir leikmenn og þjálfarar í eldlínunni í dag. 29. september 2019 15:57 HB staðfestir heimkomu Heimis Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur. 30. september 2019 18:59 Óli Jó eftirsóttur en veit ekki hvort að hann haldi áfram að þjálfa Ólafur Jóhannesson íhugar nú sína stöðu. 2. október 2019 14:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Heimir Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Vals. Hann gerði fjögurra ára samning við liðið. Undanfarin tvö ár hefur Heimir þjálfað HB í Færeyjum en í fyrradag gaf félagið það út að hann væri á heimleið. En er langt síðan Heimir byrjaði að hugsa um að koma aftur heim? „Það er ekki langur tími. Valur hafði samband og mér leist strax mjög vel á það, enda Valur flott félag með flotta umgjörð og aðstöðu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild. „Þeir voru með ákveðnar hugmyndir og ég með ákveðnar hugmyndir. Þetta gekk hratt fyrir sig.“ Fleiri íslensk lið höfðu sambandHeimir gerði FH fimm sinnum að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum.vísir/ernirVal gekk illa í sumar og endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildar karla. Fyrir vikið fékk Ólafur Jóhannesson ekki nýjan samning hjá Val þrátt fyrir að hafa unnið fjóra stóra titla sem þjálfari liðsins. Heimir sér sóknarfæri á Hlíðarenda og tækifæri til að gera betur en í sumar. „Það er ljóst að ég tek við mjög góðu búi af Óla Jóh sem gerði flotta hluti hjá Val. Tímabilið í sumar fór ekki eins og menn vildu. Ég þarf að skoða hópinn. Það er fullt af flottum leikmönnum í Val,“ sagði Heimir. En voru fleiri íslensk lið sem vildu fá hann? „Það voru þreifingar og lið sem höfðu samband. En mér leist mjög vel á það sem Valur hafði fram að færa,“ sagði Heimir. „Það er heiður fyrir mig að mér sér treyst fyrir þessu. Ég þarf að gjöra svo vel að standa mig.“ Landsliðsþjálfarastarfið heillaðiHeimir segir ekki loku fyrir það skotið að færeyskir leikmenn muni spila fyrir Val næsta sumar.vísir/eyþórHeimir var m.a. orðaður við starf landsliðsþjálfara Færeyja sem verður laust eftir nokkrar vikur. Hann viðurkennir að landsliðsþjálfarastarfið hafi heillað. „Ég hefði haft áhuga á því en ég heyrði ekkert frá færeyska knattspyrnusambandinu,“ sagði Heimir. Hann útilokar ekki að fá færeyska leikmenn til Vals. „Það er aldrei að vita enda mikill uppgangur í færeyskum fótbolta,“ sagði Heimir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur staðfestir komu Heimis Heimir Guðjónsson stýrir Val næstu fjögur árin. 2. október 2019 16:03 „Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“ Í lokaþætti Pepsi Max-markanna var rætt um þá ákvörðun Vals að bjóða Ólafi Jóhannessyni ekki nýjan samning. 30. september 2019 15:00 Óli Jóh fær ekki nýjan samning hjá Val: „Mat stjórnar að nú þurfi nýjar hendur að taka um stýrið“ Eftir fimm ár á Hlíðarenda er komið að leiðarlokum hjá Ólafi Jóhannessyni og Val. 28. september 2019 16:45 Íslensku þjálfararnir að missa af titlinum í Færeyjum Þap voru margir íslenskir leikmenn og þjálfarar í eldlínunni í dag. 29. september 2019 15:57 HB staðfestir heimkomu Heimis Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur. 30. september 2019 18:59 Óli Jó eftirsóttur en veit ekki hvort að hann haldi áfram að þjálfa Ólafur Jóhannesson íhugar nú sína stöðu. 2. október 2019 14:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
„Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“ Í lokaþætti Pepsi Max-markanna var rætt um þá ákvörðun Vals að bjóða Ólafi Jóhannessyni ekki nýjan samning. 30. september 2019 15:00
Óli Jóh fær ekki nýjan samning hjá Val: „Mat stjórnar að nú þurfi nýjar hendur að taka um stýrið“ Eftir fimm ár á Hlíðarenda er komið að leiðarlokum hjá Ólafi Jóhannessyni og Val. 28. september 2019 16:45
Íslensku þjálfararnir að missa af titlinum í Færeyjum Þap voru margir íslenskir leikmenn og þjálfarar í eldlínunni í dag. 29. september 2019 15:57
HB staðfestir heimkomu Heimis Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur. 30. september 2019 18:59
Óli Jó eftirsóttur en veit ekki hvort að hann haldi áfram að þjálfa Ólafur Jóhannesson íhugar nú sína stöðu. 2. október 2019 14:30