Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 19:07 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnvöld verða að leysa úr bótamálum vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Vísir/Vilhelm Misskilnings gætir hjá þjóðinni um að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir morð á sínum tíma og að Hæstiréttur hafi sýknað þá þegar mál þeirra var tekið upp á nýju. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur skaðabótakröfur sakborninga fráleitar. Ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að standa að bótagreiðslum til fimm sakborninga sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Hæstiréttur sýknaði þá þegar málið var tekið aftur upp í fyrra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til að heimila að greiddar verði bætur. Tveir sakborninganna hafa sett fram kröfur um bætur sem nema á annan milljarð króna hvor. Brynjar sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þingið yrði að samþykkja einhvers konar frumvarp til að fólkið gæti sótt sér einhverjar bætur. Vandamálið væri að málið væri pólitískt og stjórnmálin yrðu að greiða úr bótamálinu.Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda Fullyrti Brynjar að það væri misskilningur að Hæstiréttur hefði sýknað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Það hafi verið stjórnvöld sem hafi tekið ákvörðun um að taka upp málið á ný og að krefjast sýknu. Málið hafi verið tekið úr höndum dómstóla. Hélt hann því fram að Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda um að sýkna sakborningana. „Það er pólitíkin sem ákvað að sýkna í þessu máli,“ sagði Brynjar og vísaði til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til sönnunarfærslu í málinu aftur. Sjálfur sagðist hann ósáttur við að vegið hefði verið að sjálfstæði dómstóla með þessum hætti.Ekki dæmdir fyrir morð Þá sagði Brynjar að allir væru búnir að gleyma því að sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir margt annað en að hafa valdið dauða Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar. „Þeir voru ekkert sýknaðir af því,“ sagði þingmaðurinn. Telur Brynjar miklu máli skipta þegar rætt er um bætur hvaða áhrif hluti ákæranna á hendur sakborningunum sem vörðuðu hvarf Guðmundar og Geirfinns höfðu á ákvörðun refsingar yfir þeim. Vísaði Brynjar upphæð bótakrafna tveggja sakborninganna á bug sem „fráleitum“ og sagði að bætur yrðu að vera í samræmi við mál af þessu tagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn hafa verið frelsissviptir og þurft að greiða bætur,“ sagði Brynjar. Þá sagði Brynjar það vera misskilning hjá þjóðinni að sakborningarnir hafi verið dæmdir fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni. Þeir hafi verið dæmdir fyrir hættulega líkamsárásir sem varð þeim að bana. „Það var virt þeim til gáleysis, það er að segja að það var ekki ásetningur til að drepa mennina,“ sagði Brynjar. Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Misskilnings gætir hjá þjóðinni um að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir morð á sínum tíma og að Hæstiréttur hafi sýknað þá þegar mál þeirra var tekið upp á nýju. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur skaðabótakröfur sakborninga fráleitar. Ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að standa að bótagreiðslum til fimm sakborninga sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Hæstiréttur sýknaði þá þegar málið var tekið aftur upp í fyrra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til að heimila að greiddar verði bætur. Tveir sakborninganna hafa sett fram kröfur um bætur sem nema á annan milljarð króna hvor. Brynjar sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þingið yrði að samþykkja einhvers konar frumvarp til að fólkið gæti sótt sér einhverjar bætur. Vandamálið væri að málið væri pólitískt og stjórnmálin yrðu að greiða úr bótamálinu.Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda Fullyrti Brynjar að það væri misskilningur að Hæstiréttur hefði sýknað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Það hafi verið stjórnvöld sem hafi tekið ákvörðun um að taka upp málið á ný og að krefjast sýknu. Málið hafi verið tekið úr höndum dómstóla. Hélt hann því fram að Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda um að sýkna sakborningana. „Það er pólitíkin sem ákvað að sýkna í þessu máli,“ sagði Brynjar og vísaði til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til sönnunarfærslu í málinu aftur. Sjálfur sagðist hann ósáttur við að vegið hefði verið að sjálfstæði dómstóla með þessum hætti.Ekki dæmdir fyrir morð Þá sagði Brynjar að allir væru búnir að gleyma því að sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir margt annað en að hafa valdið dauða Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar. „Þeir voru ekkert sýknaðir af því,“ sagði þingmaðurinn. Telur Brynjar miklu máli skipta þegar rætt er um bætur hvaða áhrif hluti ákæranna á hendur sakborningunum sem vörðuðu hvarf Guðmundar og Geirfinns höfðu á ákvörðun refsingar yfir þeim. Vísaði Brynjar upphæð bótakrafna tveggja sakborninganna á bug sem „fráleitum“ og sagði að bætur yrðu að vera í samræmi við mál af þessu tagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn hafa verið frelsissviptir og þurft að greiða bætur,“ sagði Brynjar. Þá sagði Brynjar það vera misskilning hjá þjóðinni að sakborningarnir hafi verið dæmdir fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni. Þeir hafi verið dæmdir fyrir hættulega líkamsárásir sem varð þeim að bana. „Það var virt þeim til gáleysis, það er að segja að það var ekki ásetningur til að drepa mennina,“ sagði Brynjar.
Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55