Ósáttur við að vera settur á mótmælalista að sér forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 11:36 Jón Bjarni Steinsson á Dillon segist aldrei hafa skrifað undir mótmæli við lokun fyrir bílaumferð á Laugavegi og er afar ósáttur við að vera settur á lista að sér forspurðum. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Bjarni Steinsson eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dillon við Laugaveg er afar ósáttur við að nafn staðarins sé sett á lista yfir þá kaupmenn og rekstraraðila sem eru á móti því að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt. Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.Jón Bjarni segir þennan lista ekki trúverðugan. Hans fyrirtæki er þar þó Jón Bjarni hafi neitað að skrifa undir. Og svo mun vera um fleiri.„Verð ég ekki bara að fara fram á innköllun á Mogganum í dag? Það getur ekki verið mikið vesen. Þetta eru ekki nema örfáar hræður sem lesa þetta,“ segir Jón Bjarni háðslega. Hann hefur það til marks um óvönduð vinnubrögð að ekki hafi einu sinni tekist að stafsetja nafn götunnar rétt í auglýsingunni, hvað þá meira: „Laugaveigi afhenntur“. Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann. „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“ Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum. 2/5 Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart. Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með. Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20194/5 Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20195/5 Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg. Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil. Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019 Göngugötur Neytendur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dillon við Laugaveg er afar ósáttur við að nafn staðarins sé sett á lista yfir þá kaupmenn og rekstraraðila sem eru á móti því að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt. Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.Jón Bjarni segir þennan lista ekki trúverðugan. Hans fyrirtæki er þar þó Jón Bjarni hafi neitað að skrifa undir. Og svo mun vera um fleiri.„Verð ég ekki bara að fara fram á innköllun á Mogganum í dag? Það getur ekki verið mikið vesen. Þetta eru ekki nema örfáar hræður sem lesa þetta,“ segir Jón Bjarni háðslega. Hann hefur það til marks um óvönduð vinnubrögð að ekki hafi einu sinni tekist að stafsetja nafn götunnar rétt í auglýsingunni, hvað þá meira: „Laugaveigi afhenntur“. Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann. „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“ Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum. 2/5 Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart. Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með. Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20194/5 Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20195/5 Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg. Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil. Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019
Göngugötur Neytendur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira