Aleigan brann á hálftíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 20:00 Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur, Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur,
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira